Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 13:22 Gunnlaugur segir að Harpa hafi setti sig í samband vegna fyrirhugaðs fyrirlesturs dr. Gad Saads og greint honum frá allnokkru magni mótmælapósta sem þeim í Hörpu hefur borist, vegna atburðarins. vísir Gunnlaugur Jónsson athafnamaður stendur fyrir komu Dr. Gad Saad hingað til landsins en til stendur að hann troði upp í Hörpu 2. júlí. Harpa hefur sett sig í samband við Gunnlaug og greint honum frá því að til þeirra þar streymi mótmælapóstar vegna komu mannsins. Gad Saad er líbansk-kanadískur vísindamaður, rithöfundur og prófessor í markaðsfræði við Concordia University í Montreal í Kanada. Hann er helst þekktur fyrir að beita þróunarsálfræði við rannsóknir á neytendahegðun. Hann hefur einnig vakið athygli fyrir skrif sín og viðtöl þar sem hann gagnrýnir pólitíska rétthugsun og kynjafræði. Hann hefur verið mjög virkur í umræðum á samfélagsmiðlum, sérstaklega á X (áður Twitter). Gunnlaugur segist ekki vita nákvæmlega hvernig þessir póstar til Hörpu séu í laginu né heldur hvað það er sem Harpa ætlist til að hann geri, en um er að ræða nafnlaus bréf. „Nei, við vitum ekki neitt. Þetta er allt frekar „óspesifískt“. Við vitum ekkert hvað hann er sakaður um í raun.“ Ásta Ólafsdóttir er sviðsstjóri viðskipta- og markaðssviðs en Vísi tókst ekki að ná af henni tali til að spyrja hana að því hvers kyns póstarnir eru eða umfangið á þeim. Ásta Ólafsdóttir greindi Gunnlaugi frá því að þeim hefði borist nokkurt magn mótmælapósta vegna Gad Saad.Harpa Að sögn Gunnlaugs er ekkert í bréfum sem hann hefur fengið frá Hörpu sem gefur til kynna að atburðurinn verði sleginn af. „Fyrsti póstur frá Hörpu virtist gefa það til kynna. Enda vorum við beðin um svör. Næsti póstur árétti svo að tilgangurinn væri að geta svarað.“ En fyrir hvað er Gad Saad svona umdeildur og hver ætti að vilja hafa fyrir því að koma í veg fyrir að hann tali? Gunnlaugur sjálfur skilur það ekki en bendir á býsna svænsnar umræður sem urðu þegar DV greindi frá komu Dr. Gads Saads en þar vitnaði Kristinn H. Guðnason blaðamaður í ummæli sem fallið hafa á netinu í fyrirsögn: „Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“.“ „Og svo sé það náttúrlega þessi hópur: Sniðganga fyrir Pelestínu - BDS Ísland,“ segir Gunnlaugur. En þar innan um er fólk sem sér fátt eitt gott við manninn: Ingólfur Gíslason vill slaufa Gad Saad sem hann kallar „ógeðslegan rasista“. En hvernig stendur á því að Gunnlaugur stendur fyrir komu manns sem er þetta illa þokkaður hingað til lands? „Hann er fræðimaður sem er sérfræðingur í mannlegri hegðun, oft út frá þróunarsálfræði. Hann er mjög áhugaverður og skemmtilegur, sem sýnir sig í því að hann er eftirsóttur fyrirlesari víða, sem og viðmælandi í vinsælum viðtalsþáttum, bæði í sjónvarpi og hlaðvarpi. Hann beitir sérþekkingu sinni svo líka á umræðuefni nútímans, en ég held að þau snúist að miklu leyti um sálarleg mál fremur en t.d. efnahagsleg.“ Gunnlaugur Jónsson hefur staðið fyrir komu dr. Jordan Peterson hingað til lands og nú er það Gad Saad sem fær burstir til að rísa á þeim sem vilja ekkert af þessum mönnum vita.aðsend En þú virðist ekki vera að kaupa þér vinsældir með þessu tiltæki meðal Ingólfs Gíslasonar og félaga? „Nei, ég sækist ekki eftir vinsældum hjá þeim,“ segir Gunnlaugur og glottir. Hann heldur svo áfram: „Íslendingar er mjög tískusæknir í samfélagsmálum og vilja sýna á alþjóðavettvangi hvað þeir eru “duglegir”. Það hefur leitt meðal annars til mikils fylgis við vókisma, jafnvel hjá fólki sem veit ekki hvað vókismi er. Við höfum gott af svona röddum sem koma þvert á þetta.“ Að sögn Gunnlaugs fer sala á viðburðinn ágætlega af stað. Tjáningarfrelsi Harpa Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Gad Saad er líbansk-kanadískur vísindamaður, rithöfundur og prófessor í markaðsfræði við Concordia University í Montreal í Kanada. Hann er helst þekktur fyrir að beita þróunarsálfræði við rannsóknir á neytendahegðun. Hann hefur einnig vakið athygli fyrir skrif sín og viðtöl þar sem hann gagnrýnir pólitíska rétthugsun og kynjafræði. Hann hefur verið mjög virkur í umræðum á samfélagsmiðlum, sérstaklega á X (áður Twitter). Gunnlaugur segist ekki vita nákvæmlega hvernig þessir póstar til Hörpu séu í laginu né heldur hvað það er sem Harpa ætlist til að hann geri, en um er að ræða nafnlaus bréf. „Nei, við vitum ekki neitt. Þetta er allt frekar „óspesifískt“. Við vitum ekkert hvað hann er sakaður um í raun.“ Ásta Ólafsdóttir er sviðsstjóri viðskipta- og markaðssviðs en Vísi tókst ekki að ná af henni tali til að spyrja hana að því hvers kyns póstarnir eru eða umfangið á þeim. Ásta Ólafsdóttir greindi Gunnlaugi frá því að þeim hefði borist nokkurt magn mótmælapósta vegna Gad Saad.Harpa Að sögn Gunnlaugs er ekkert í bréfum sem hann hefur fengið frá Hörpu sem gefur til kynna að atburðurinn verði sleginn af. „Fyrsti póstur frá Hörpu virtist gefa það til kynna. Enda vorum við beðin um svör. Næsti póstur árétti svo að tilgangurinn væri að geta svarað.“ En fyrir hvað er Gad Saad svona umdeildur og hver ætti að vilja hafa fyrir því að koma í veg fyrir að hann tali? Gunnlaugur sjálfur skilur það ekki en bendir á býsna svænsnar umræður sem urðu þegar DV greindi frá komu Dr. Gads Saads en þar vitnaði Kristinn H. Guðnason blaðamaður í ummæli sem fallið hafa á netinu í fyrirsögn: „Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“.“ „Og svo sé það náttúrlega þessi hópur: Sniðganga fyrir Pelestínu - BDS Ísland,“ segir Gunnlaugur. En þar innan um er fólk sem sér fátt eitt gott við manninn: Ingólfur Gíslason vill slaufa Gad Saad sem hann kallar „ógeðslegan rasista“. En hvernig stendur á því að Gunnlaugur stendur fyrir komu manns sem er þetta illa þokkaður hingað til lands? „Hann er fræðimaður sem er sérfræðingur í mannlegri hegðun, oft út frá þróunarsálfræði. Hann er mjög áhugaverður og skemmtilegur, sem sýnir sig í því að hann er eftirsóttur fyrirlesari víða, sem og viðmælandi í vinsælum viðtalsþáttum, bæði í sjónvarpi og hlaðvarpi. Hann beitir sérþekkingu sinni svo líka á umræðuefni nútímans, en ég held að þau snúist að miklu leyti um sálarleg mál fremur en t.d. efnahagsleg.“ Gunnlaugur Jónsson hefur staðið fyrir komu dr. Jordan Peterson hingað til lands og nú er það Gad Saad sem fær burstir til að rísa á þeim sem vilja ekkert af þessum mönnum vita.aðsend En þú virðist ekki vera að kaupa þér vinsældir með þessu tiltæki meðal Ingólfs Gíslasonar og félaga? „Nei, ég sækist ekki eftir vinsældum hjá þeim,“ segir Gunnlaugur og glottir. Hann heldur svo áfram: „Íslendingar er mjög tískusæknir í samfélagsmálum og vilja sýna á alþjóðavettvangi hvað þeir eru “duglegir”. Það hefur leitt meðal annars til mikils fylgis við vókisma, jafnvel hjá fólki sem veit ekki hvað vókismi er. Við höfum gott af svona röddum sem koma þvert á þetta.“ Að sögn Gunnlaugs fer sala á viðburðinn ágætlega af stað.
Tjáningarfrelsi Harpa Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira