Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 16:06 Sólveig Anna er hætt í Sósíalistaflokki Íslands. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. Frá þessu greinir Sólveig Anna í færslu í Facebookhópnum Rauða þræðinum og vísar í ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins, sem ástæðu þess að hún segir sig úr flokknum. Enn tekist á um blessað woke-ið Ummælin ritaði María í dag við færslu sem Sólveig Anna birti um helgina. Þar fjallaði Sólveig Anna um það sem hún kallar „hatursorðræðu woke-istanna“. Hart hefur verið tekist á innan raða Sósíalista um svokallað woke síðan Sólveig Anna sagði í umræðuþætti á Samstöðinni, fjölmiðli sem styrktur er af Sósíalistaflokknum, alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ „Fólk vill bara fá að tala, einmitt frjálst, vill fá að koma skoðunum sínum á framfæri, vill mæta stjórnmálafólki sem jafningjum, en þetta svona sanctimonious, woke leiðindaþus, um leið og hið svokallaða vinstri fattar að sá tími er liðinn, það þolir þetta enginn lengur,“ sagði Sólveig Anna meðal annars. Hafi verið sökuð um glæpi Sólveig Anna sagði í færslu á Rauða þræðinum um helgina að frá því að hún mætti í umræðuþáttinn á Samstöðinni hefði hún verið sökuð um hina ýmsu glæpi. „M.a. stuðning við öfgahægrið, að vera haldinn white saviour complex, að traðka á jaðarsettum hópum og eyðileggja baráttu vinnuaflsins. Og ýmislegt í þessum dúr. Fremstar í refsi-flokki hafa farið tvær konur, báðar meðlimir í Sósíalistaflokknum. Önnur er í borgarstjórnarflokknum, hefur setið í ýmsum stjórnum og hin hefur verið á framboðslistum flokksins, nú síðast 2024,“ sagði Sólveig Anna. Ljóst er að sú síðarnefnda er áðurnefnd María en hún var í öðru sæti á lista Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. Hún leiddi lista flokksins í Kraganum árið 2021. Sjálf skipaði Sólveig Anna þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég er sósíalisti. Ég stend með og hef ávallt gert, baráttu kúgaðs fólks fyrir réttlæti. En ég hef engan áhuga á að taka þátt í samskiptum við fólk sem heldur að það sem mestu máli skipti sé að vinna fórnarlambs-keppni megin-straumsins eða úthrópa fólk sem vini öfga-hægrisins og níðinga fyrir það eitt að hafa ekki allar réttu skoðanirnar og fremja með því hugsanaglæpi sem refsa skuli með algjörri útskúfun. Ég trúi ekki öðru en margir sósíalistar séu mér sammála - og vilji líkt og ég hafna þeim barbarisma sem að fólgin er í ofsóknum woke-istanna.“ Ljóst að hún eigi ekki heima í flokknum Í dag birti Sólveig Anna færslu þar sem hún birti skjáskot af eftirfarandi athugasemd Maríu við pistil hennar. „Það er dálítið langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér. En í nokkur ár var þetta stemmningin víða. Að ég væri einhverskonar hættulegur glæpamaður - sem allt gott fólk ætti að hata. Það er undarlegt að sjá þessa skoðun lifa góðu lífi innan Sósíalistaflokksins á sama tíma og hún hefur að mestu gengið niður annarsstaðar,“ segir Sólveig Anna um ummælin. Við að lesa svívirðingar, þar sem ein af forystukonum flokksins líki henni við fasista og segi hana tala gegn mannréttindum, sé henni ljóst að hún eigi ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. „Það þykir mér leitt en við því er ekkert að gera. Nema að hætta í flokknum sem ég geri hér með. Ég get ekki tilheyrt hópi þar sem að stemmningin er orðin svona yfirgengilega biluð.“ Í athugasemd við færsluna birtir Sólveig Anna skjáskot af tölvubréfi þar sem hún tilkynnir afsögn sína úr Sósíalistaflokknum. Athygli vekur að í gær greindi Heimildin frá því að Sólveig Anna hefði verið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem rekur Samstöðina, á aðalfundi félagsins þann 10. apríl síðastliðinn. Talsverður hluti af styrkjum sem Sósíalistaflokkurinn þiggur úr ríkissjóði rennur inn í Alþýðufélagið. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Frá þessu greinir Sólveig Anna í færslu í Facebookhópnum Rauða þræðinum og vísar í ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins, sem ástæðu þess að hún segir sig úr flokknum. Enn tekist á um blessað woke-ið Ummælin ritaði María í dag við færslu sem Sólveig Anna birti um helgina. Þar fjallaði Sólveig Anna um það sem hún kallar „hatursorðræðu woke-istanna“. Hart hefur verið tekist á innan raða Sósíalista um svokallað woke síðan Sólveig Anna sagði í umræðuþætti á Samstöðinni, fjölmiðli sem styrktur er af Sósíalistaflokknum, alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ „Fólk vill bara fá að tala, einmitt frjálst, vill fá að koma skoðunum sínum á framfæri, vill mæta stjórnmálafólki sem jafningjum, en þetta svona sanctimonious, woke leiðindaþus, um leið og hið svokallaða vinstri fattar að sá tími er liðinn, það þolir þetta enginn lengur,“ sagði Sólveig Anna meðal annars. Hafi verið sökuð um glæpi Sólveig Anna sagði í færslu á Rauða þræðinum um helgina að frá því að hún mætti í umræðuþáttinn á Samstöðinni hefði hún verið sökuð um hina ýmsu glæpi. „M.a. stuðning við öfgahægrið, að vera haldinn white saviour complex, að traðka á jaðarsettum hópum og eyðileggja baráttu vinnuaflsins. Og ýmislegt í þessum dúr. Fremstar í refsi-flokki hafa farið tvær konur, báðar meðlimir í Sósíalistaflokknum. Önnur er í borgarstjórnarflokknum, hefur setið í ýmsum stjórnum og hin hefur verið á framboðslistum flokksins, nú síðast 2024,“ sagði Sólveig Anna. Ljóst er að sú síðarnefnda er áðurnefnd María en hún var í öðru sæti á lista Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. Hún leiddi lista flokksins í Kraganum árið 2021. Sjálf skipaði Sólveig Anna þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég er sósíalisti. Ég stend með og hef ávallt gert, baráttu kúgaðs fólks fyrir réttlæti. En ég hef engan áhuga á að taka þátt í samskiptum við fólk sem heldur að það sem mestu máli skipti sé að vinna fórnarlambs-keppni megin-straumsins eða úthrópa fólk sem vini öfga-hægrisins og níðinga fyrir það eitt að hafa ekki allar réttu skoðanirnar og fremja með því hugsanaglæpi sem refsa skuli með algjörri útskúfun. Ég trúi ekki öðru en margir sósíalistar séu mér sammála - og vilji líkt og ég hafna þeim barbarisma sem að fólgin er í ofsóknum woke-istanna.“ Ljóst að hún eigi ekki heima í flokknum Í dag birti Sólveig Anna færslu þar sem hún birti skjáskot af eftirfarandi athugasemd Maríu við pistil hennar. „Það er dálítið langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér. En í nokkur ár var þetta stemmningin víða. Að ég væri einhverskonar hættulegur glæpamaður - sem allt gott fólk ætti að hata. Það er undarlegt að sjá þessa skoðun lifa góðu lífi innan Sósíalistaflokksins á sama tíma og hún hefur að mestu gengið niður annarsstaðar,“ segir Sólveig Anna um ummælin. Við að lesa svívirðingar, þar sem ein af forystukonum flokksins líki henni við fasista og segi hana tala gegn mannréttindum, sé henni ljóst að hún eigi ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. „Það þykir mér leitt en við því er ekkert að gera. Nema að hætta í flokknum sem ég geri hér með. Ég get ekki tilheyrt hópi þar sem að stemmningin er orðin svona yfirgengilega biluð.“ Í athugasemd við færsluna birtir Sólveig Anna skjáskot af tölvubréfi þar sem hún tilkynnir afsögn sína úr Sósíalistaflokknum. Athygli vekur að í gær greindi Heimildin frá því að Sólveig Anna hefði verið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem rekur Samstöðina, á aðalfundi félagsins þann 10. apríl síðastliðinn. Talsverður hluti af styrkjum sem Sósíalistaflokkurinn þiggur úr ríkissjóði rennur inn í Alþýðufélagið.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16