Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 14:08 Fjölskyldan er búsett í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Tæplega þrítug kona sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti áttræðs föður síns á heimili þeirra í Garðabæ neitar sök að hafa orðið honum að bana. Þetta herma heimildir fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Konan sætir þriggja vikna gæsluvarðhaldi. Hún sætti fyrst fimm daga einangrun eftir að hafa verið handtekin þann 11. apríl en er nú laus úr einangrunarvistinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona hins látna sem hringdi á Neyðarlínuna snemma á föstudagsmorgun eftir að hann hafði fengið fyrir hjartað. Mun það hafa gerst í framhaldi af samskiptum dótturinnar við foreldra sína á heimili fjölskyldunnar þá um nóttina. Móðirin var einnig flutt á sjúkrahús vegna áverka sem grunur leikur á að séu eftir ofbeldi af hálfu dótturinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Lögregla hefur lagt áherslu á að málið sé viðkvæmt og ekki viljað veita upplýsingar um fram þær sem komu fram í stuttri yfirlýsingu tveimur dögum eftir andlátið. Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. Konan sætir þriggja vikna gæsluvarðhaldi. Hún sætti fyrst fimm daga einangrun eftir að hafa verið handtekin þann 11. apríl en er nú laus úr einangrunarvistinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona hins látna sem hringdi á Neyðarlínuna snemma á föstudagsmorgun eftir að hann hafði fengið fyrir hjartað. Mun það hafa gerst í framhaldi af samskiptum dótturinnar við foreldra sína á heimili fjölskyldunnar þá um nóttina. Móðirin var einnig flutt á sjúkrahús vegna áverka sem grunur leikur á að séu eftir ofbeldi af hálfu dótturinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Lögregla hefur lagt áherslu á að málið sé viðkvæmt og ekki viljað veita upplýsingar um fram þær sem komu fram í stuttri yfirlýsingu tveimur dögum eftir andlátið.
Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira