Uppteknastur allra ráðherra? Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. janúar 2015 07:00 Mörgum þykir miður að forsætisráðherra Íslands hafi ekki verið í París á sunnudag. Ekki vegna þess að Frakkar eða annað fólk hafi saknað hans eða fundið fyrir fjarveru íslenska forsætisráðherrans. Alls ekki þess vegna. Flestum Íslendingum er brugðið vegna voðaverkanna og þess sem er lagt á franska þjóð. Af þeim sökum hefðu Íslendingar viljað að þeirra fulltrúi stæði með kollegum sínum. Til að sýna samhug, ekki til að sýna sig. „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París. Þetta er ekki nógu gott. Sé það svo að íslenski forsætisráðherrann sé sá uppteknasti í allri Evrópu, hefði verið hægt að senda annan – annan ráðherra. Þeir eru jú tíu. Utanríkisráðherrann er upptekinn. „Ég fékk boð um að vera þarna en því miður hittist það þannig á að ég er staddur í Bandaríkjunum í augnablikinu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. En sagði: „…mun fulltrúi okkar rita í minningarbók í utanríkisráðuneytinu í Frakklandi falleg orð frá íslensku þjóðinni. Í kjölfarið munu utanríkisráðherrar og líklega varnarmálaráðherrar ræða þetta saman á okkar vettvangi og allar líkur á því að þjóðarleiðtogar muni ræða þetta sín á milli“. Ekki er efni til að gera lítið úr staðgengli sendiherra Íslands í Frakklandi, en staðgengillinn var fulltrúi okkar við athöfnina. Hingað til hefur virst sem ráðafólk okkar hafi átt frekar létt með ferðalög og þau hefur á stundum vantað hér heima, jafnvel í áríðandi umræður, til að mynda á Alþingi. Það er ekki bara hér á landi sem deilt er á æðstu ráðendur vegna fjarvistar frá París. Í Bandaríkjunum eru forsetinn og utanríkisráðherrann líka gagnrýndir fyrir það sama. John Kerry hefur gert lítið úr gagnrýninni og bent á að hann fari í opinbera heimsókn til Frakklands nú á fimmtudag. Trúlegast er meira fyrir ferðum Baracks Obama haft en íslenska forsætisráðherrans. Reyndar eigum við ekkert að horfa til þess hvað þeir kjósa að gera eða ekki, ráðamennirnir í Washington. Það er ekki okkar mál. Ljóst má vera að margir Íslendingar eru vonsviknir vegna ákvörðunar forsætisráðherra. Hann verður að sættast sig við að vera gagnrýndur fyrir. Hverju og einu okkar er fullkomlega frjálst að hafa hvaða þá skoðun sem hverju og einu okkar býr í brjósti vegna þessa máls. Voðaverkin í París þurfa að færa okkur nær hvert öðru, efla samstöðuna meðal okkar, styrkja andstöðuna gegn glæpum eins og þeim sem voru framdir í Frakklandi í síðustu viku. Til þess að raðirnar verði hvað þéttastar skiptir máli að mynda órofa heild þar sem hvert og eitt hefur hlutverk. Bæði í hugsun og framgöngu. Það var þar sem vantaði forsætisráðherra Íslands. Ekki hans vegna. Nei, vegna þess hversu alvarlegt málið er og samstaðan skiptir miklu máli. Þegar svo er, má enginn sitja heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mörgum þykir miður að forsætisráðherra Íslands hafi ekki verið í París á sunnudag. Ekki vegna þess að Frakkar eða annað fólk hafi saknað hans eða fundið fyrir fjarveru íslenska forsætisráðherrans. Alls ekki þess vegna. Flestum Íslendingum er brugðið vegna voðaverkanna og þess sem er lagt á franska þjóð. Af þeim sökum hefðu Íslendingar viljað að þeirra fulltrúi stæði með kollegum sínum. Til að sýna samhug, ekki til að sýna sig. „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París. Þetta er ekki nógu gott. Sé það svo að íslenski forsætisráðherrann sé sá uppteknasti í allri Evrópu, hefði verið hægt að senda annan – annan ráðherra. Þeir eru jú tíu. Utanríkisráðherrann er upptekinn. „Ég fékk boð um að vera þarna en því miður hittist það þannig á að ég er staddur í Bandaríkjunum í augnablikinu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. En sagði: „…mun fulltrúi okkar rita í minningarbók í utanríkisráðuneytinu í Frakklandi falleg orð frá íslensku þjóðinni. Í kjölfarið munu utanríkisráðherrar og líklega varnarmálaráðherrar ræða þetta saman á okkar vettvangi og allar líkur á því að þjóðarleiðtogar muni ræða þetta sín á milli“. Ekki er efni til að gera lítið úr staðgengli sendiherra Íslands í Frakklandi, en staðgengillinn var fulltrúi okkar við athöfnina. Hingað til hefur virst sem ráðafólk okkar hafi átt frekar létt með ferðalög og þau hefur á stundum vantað hér heima, jafnvel í áríðandi umræður, til að mynda á Alþingi. Það er ekki bara hér á landi sem deilt er á æðstu ráðendur vegna fjarvistar frá París. Í Bandaríkjunum eru forsetinn og utanríkisráðherrann líka gagnrýndir fyrir það sama. John Kerry hefur gert lítið úr gagnrýninni og bent á að hann fari í opinbera heimsókn til Frakklands nú á fimmtudag. Trúlegast er meira fyrir ferðum Baracks Obama haft en íslenska forsætisráðherrans. Reyndar eigum við ekkert að horfa til þess hvað þeir kjósa að gera eða ekki, ráðamennirnir í Washington. Það er ekki okkar mál. Ljóst má vera að margir Íslendingar eru vonsviknir vegna ákvörðunar forsætisráðherra. Hann verður að sættast sig við að vera gagnrýndur fyrir. Hverju og einu okkar er fullkomlega frjálst að hafa hvaða þá skoðun sem hverju og einu okkar býr í brjósti vegna þessa máls. Voðaverkin í París þurfa að færa okkur nær hvert öðru, efla samstöðuna meðal okkar, styrkja andstöðuna gegn glæpum eins og þeim sem voru framdir í Frakklandi í síðustu viku. Til þess að raðirnar verði hvað þéttastar skiptir máli að mynda órofa heild þar sem hvert og eitt hefur hlutverk. Bæði í hugsun og framgöngu. Það var þar sem vantaði forsætisráðherra Íslands. Ekki hans vegna. Nei, vegna þess hversu alvarlegt málið er og samstaðan skiptir miklu máli. Þegar svo er, má enginn sitja heima.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun