Selfyssingur er langmarkahæstur í Olís-deild kvenna í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2015 06:00 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið frábær með Selfossliðinu í vetur. Vísir/Daníel Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, nítján ára leikmaður Selfoss, varð langmarkahæsti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar kvenna sem lauk um síðustu helgi. Hrafnhildur Hanna skoraði 87 mörk í fyrstu ellefu umferðunum eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Hrafnhildur Hanna skoraði níu mörk í naumu tapi á móti Val um síðustu helgi en þetta var sjötti leikurinn í vetur þar sem hún skorar átta mörk eða meira. Mest skoraði hún fjórtán mörk í einum leik en það var á útivelli á móti toppliði Fram. Hrafnhildur Hanna hefur skorað fimmtán mörkum meira en sú næsta á listanum sem er Haukakonan Marija Gedroit. Martha Hermannsdóttir hjá KA/Þór er síðan í þriðja sætinu með 68 mörk. Upplýsingar um markaskor leikmanna koma frá heimasíðum HSÍ. Frammistaða Hrafnhildar Hönnu hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi hana í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir áramót. Hrafnhildur Hanna spilaði sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark í 28-22 sigri úti í Makedóníu í undankeppni HM. Eyjakonur eiga flesta leikmenn á topp tuttugu, eða fimm, sem gerir 25 prósent af markahæstu leikmönnum deildarinnar. Ekkert annað félag á fleiri en tvo leikmenn meðal tuttugu efstu.Markahæstar í Olís-deild kvenna: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss 87 Marija Gedroit, Haukar 72 Martha Hermannsdóttir, KA/Þór 68 Vera Lopes, ÍBV 67 Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram 62 Patricia Szölösi, Fylkir 60 Brynhildur Kjartansdóttir, ÍR 59 Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Grótta 58 Karen Helga Díönudóttir, Haukar 55 Kristín Guðmundsdóttir, Valur 55 Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 54 Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV 52 Ester Óskarsdóttir, ÍBV 50 Ingibjörg Pálmadóttir, FH 50 Telma Silva Amado, ÍBV 48 Thea Imani Sturludóttir, Fylkir 48 Sigurlaug Rúnarsdóttir, Valur 47 Solveig Lára Kjærnested, Stjarnan 46 Jóna Sigríður Halldórsdóttir, ÍBV 46 Emma Havin Sardarsdóttir, HK 46 Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Björgvin og Sigurbjörg best í Olís-deildunum Í dag var tilkynnt um val á bestu leikmönnum og þjálfurum í Olís-deildunum á fyrri hluta tímabilsins. 29. desember 2014 16:49 Melkorka, Bryndís og Hrafnhildur Hanna með til Makedóníu Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gerði þrjár breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn út í Makedóníu á laugardaginn. 5. desember 2014 10:00 Landsliðskona í handbolta vann bæði gull og brons á EM í hópfimleikum Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Evrópumeistari með unglingalandsliði Íslands í hópfimleikum árið 2012, tók handboltann fram yfir fimleikana og komst í gær í A-landslið kvenna í handbolta í fyrsta sinn. Hún er einn af þremur nýliðum fyrir leiki í forkeppni HM. 19. nóvember 2014 06:00 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, nítján ára leikmaður Selfoss, varð langmarkahæsti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar kvenna sem lauk um síðustu helgi. Hrafnhildur Hanna skoraði 87 mörk í fyrstu ellefu umferðunum eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Hrafnhildur Hanna skoraði níu mörk í naumu tapi á móti Val um síðustu helgi en þetta var sjötti leikurinn í vetur þar sem hún skorar átta mörk eða meira. Mest skoraði hún fjórtán mörk í einum leik en það var á útivelli á móti toppliði Fram. Hrafnhildur Hanna hefur skorað fimmtán mörkum meira en sú næsta á listanum sem er Haukakonan Marija Gedroit. Martha Hermannsdóttir hjá KA/Þór er síðan í þriðja sætinu með 68 mörk. Upplýsingar um markaskor leikmanna koma frá heimasíðum HSÍ. Frammistaða Hrafnhildar Hönnu hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi hana í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir áramót. Hrafnhildur Hanna spilaði sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark í 28-22 sigri úti í Makedóníu í undankeppni HM. Eyjakonur eiga flesta leikmenn á topp tuttugu, eða fimm, sem gerir 25 prósent af markahæstu leikmönnum deildarinnar. Ekkert annað félag á fleiri en tvo leikmenn meðal tuttugu efstu.Markahæstar í Olís-deild kvenna: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss 87 Marija Gedroit, Haukar 72 Martha Hermannsdóttir, KA/Þór 68 Vera Lopes, ÍBV 67 Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram 62 Patricia Szölösi, Fylkir 60 Brynhildur Kjartansdóttir, ÍR 59 Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Grótta 58 Karen Helga Díönudóttir, Haukar 55 Kristín Guðmundsdóttir, Valur 55 Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 54 Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV 52 Ester Óskarsdóttir, ÍBV 50 Ingibjörg Pálmadóttir, FH 50 Telma Silva Amado, ÍBV 48 Thea Imani Sturludóttir, Fylkir 48 Sigurlaug Rúnarsdóttir, Valur 47 Solveig Lára Kjærnested, Stjarnan 46 Jóna Sigríður Halldórsdóttir, ÍBV 46 Emma Havin Sardarsdóttir, HK 46
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Björgvin og Sigurbjörg best í Olís-deildunum Í dag var tilkynnt um val á bestu leikmönnum og þjálfurum í Olís-deildunum á fyrri hluta tímabilsins. 29. desember 2014 16:49 Melkorka, Bryndís og Hrafnhildur Hanna með til Makedóníu Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gerði þrjár breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn út í Makedóníu á laugardaginn. 5. desember 2014 10:00 Landsliðskona í handbolta vann bæði gull og brons á EM í hópfimleikum Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Evrópumeistari með unglingalandsliði Íslands í hópfimleikum árið 2012, tók handboltann fram yfir fimleikana og komst í gær í A-landslið kvenna í handbolta í fyrsta sinn. Hún er einn af þremur nýliðum fyrir leiki í forkeppni HM. 19. nóvember 2014 06:00 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Björgvin og Sigurbjörg best í Olís-deildunum Í dag var tilkynnt um val á bestu leikmönnum og þjálfurum í Olís-deildunum á fyrri hluta tímabilsins. 29. desember 2014 16:49
Melkorka, Bryndís og Hrafnhildur Hanna með til Makedóníu Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gerði þrjár breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn út í Makedóníu á laugardaginn. 5. desember 2014 10:00
Landsliðskona í handbolta vann bæði gull og brons á EM í hópfimleikum Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Evrópumeistari með unglingalandsliði Íslands í hópfimleikum árið 2012, tók handboltann fram yfir fimleikana og komst í gær í A-landslið kvenna í handbolta í fyrsta sinn. Hún er einn af þremur nýliðum fyrir leiki í forkeppni HM. 19. nóvember 2014 06:00