Trump lofar að fara hvergi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Donald Trump vill banna öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. vísir/EPA „Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær. Mikið hefur verið deilt á Trump síðustu daga í kjölfar ummæla hans um að banna skyldi öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna, hvort sem þeir væru hryðjuverkamenn, flóttamenn eða Bandaríkjamenn á leið heim úr fríi erlendis. Aðrir frambjóðendur repúblikana köllúðu hugmyndina ótæka og sögðu hana þvert á það sem flokkurinn stendur fyrir. Þá sagði talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna hugmynd Trump sjálfkrafa dæma hann úr leik sem trúverðugan kost í forsetaembættið. Hörð viðbrögð samflokksmanna hans urðu til þess að hann benti á skoðanakönnun USA Today þar sem fram kom að nærri sjötíu prósent fylgismanna hans myndu kjósa Trump jafnvel þótt hann yrði ekki frambjóðandi repúblikana heldur færi fram sem sjálfstæður frambjóðandi utan flokka. Trump hefur mælst með mest fylgi allra repúblikana allt frá því í júlí og stendur fylgi hans nú í tæpum þrjátíu prósentum. Nærri tvöfalt meira fylgi en næsti maður, Ted Cruz, sem mælist með fimmtán prósenta fylgi. Eftir að hafa forðast það í lengstu lög undirritaði Trump loforð þess efnis í haust að bjóða sig ekki sjálfstætt fram heldur styðja frambjóðanda repúblikana sama hver hann yrði. Nú segist Trump verða að endurskoða loforðið nema hann fái það sem hann kallar sanngjarna meðferð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
„Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær. Mikið hefur verið deilt á Trump síðustu daga í kjölfar ummæla hans um að banna skyldi öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna, hvort sem þeir væru hryðjuverkamenn, flóttamenn eða Bandaríkjamenn á leið heim úr fríi erlendis. Aðrir frambjóðendur repúblikana köllúðu hugmyndina ótæka og sögðu hana þvert á það sem flokkurinn stendur fyrir. Þá sagði talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna hugmynd Trump sjálfkrafa dæma hann úr leik sem trúverðugan kost í forsetaembættið. Hörð viðbrögð samflokksmanna hans urðu til þess að hann benti á skoðanakönnun USA Today þar sem fram kom að nærri sjötíu prósent fylgismanna hans myndu kjósa Trump jafnvel þótt hann yrði ekki frambjóðandi repúblikana heldur færi fram sem sjálfstæður frambjóðandi utan flokka. Trump hefur mælst með mest fylgi allra repúblikana allt frá því í júlí og stendur fylgi hans nú í tæpum þrjátíu prósentum. Nærri tvöfalt meira fylgi en næsti maður, Ted Cruz, sem mælist með fimmtán prósenta fylgi. Eftir að hafa forðast það í lengstu lög undirritaði Trump loforð þess efnis í haust að bjóða sig ekki sjálfstætt fram heldur styðja frambjóðanda repúblikana sama hver hann yrði. Nú segist Trump verða að endurskoða loforðið nema hann fái það sem hann kallar sanngjarna meðferð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira