Rafrettureykingar unglinga: Úlfur í sauðargæru? Þorsteinn V. Einarsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi er í sögulegu lágmarki ef tekið er mið af niðurstöðum Rannsókna og greiningar, sem leggja reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á Íslandi. Mætti segja að forvarnarstarf hafi tekist vel síðan árið 2000 og flestir séu meðvitaðir um þá þætti sem hlúa þarf að til að ala upp heilbrigðan einstakling. Meðal þeirra þátta sem hafa verndandi áhrif eru samvera fjölskyldunnar, stuðningur, umhyggja og hlýja. Þó að almenn vímuefnaneysla sé í lágmarki á meðal unglinga er alltaf hópur sem virðist neyta vímuefna. Sumir halda því fram að framleiðendur leitist sífellt við að koma á markað nýjum vörum til að lokka til sín viðskipti. Forvarnaraðilar streitast á móti með sínu starfi og með upplýsingagjöf til að koma í veg fyrir áætlað ætlunarverk framleiðenda. Rafrettur (e-cigarette) eða Vape er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi. Rafretta er „stautur í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvalykju og skammtahólfi.“(http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/01/nr/5382) Vökvinn sem er reyktur er oft með bragðefni (t.d. ávaxtabragði) og er til með og án nikótíns. Skaðsemi rafrettna samanborið við sígarettur verður ekki tíunduð hér, heldur þær áhyggjur sem forvarnaraðilar hafa af rafrettunum. Nýleg rannsókn íslenskra félagsvísindamanna bendir til þess að unglingar sem hafa neytt rafrettna virðast líklegri til að neyta annarra vímuefna umfram þá sem ekki hafa prufað. Jafnvel er talað um að rafrettur séu nýtt milliþrep yfir í notkun á öðrum vímugjöfum. Unglingar sem hafa hingað til verið „forvarðir“ gagnvart vímuefnum virðast nú vera í ákveðinni áhættu. Mætti því segja að svokallað ætlunarverk markaðsaflanna (framleiðenda) um nýja viðskiptavini hafi tekist í gegnum framleiðslu rafrettna. Ef skoðaðar eru nýjustu niðurstöður könnunar, frá Rannsóknum og greiningu, sem framkvæmd var í febrúar 2015 þar sem fengust svör frá 84% unglinga af öllu landinu í 8., 9. og 10. bekk kemur í ljós að frekar stór hópur hefur prufað rafrettur. Sé litið til landsins í heild segjast 7% unglinga (245) í 8. bekk hafa prufað rafrettur að minnsta kosti einu sinni, 12% í 9. bekk (431) og 17% í 10. bekk (591). Miðað við smitáhrif jafningjahópa og hversu nýtt efnið er má áætla að aukning verði á milli ára, sérstaklega ef foreldrar og nærsamfélag vakna ekki til lífsins. Rafrettur án tóbaks virðast ekki jafn skaðlausar og sú hegðun að þykjast reykja banana, þó að vökvinn sé bara ávaxtasykur. Hegðunin sem slík, að herma eftir reykingum með því að „veipa“ (neyta rafrettna), virðist auka líkur á annars konar neyslu vímuefna. Í ofanálag ættu einstaklingar yngri en 18 ára ekki að geta keypt rafrettur. Miðað við ofangreindar upplýsingar hvet ég foreldra til þess að horfa ekki í gegnum fingur sér með notkun rafrettna og líta á „veipið“ sömu augum og aðra vímugjafa. Leyfir þú unglingnum þínum að reykja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafrettur Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi er í sögulegu lágmarki ef tekið er mið af niðurstöðum Rannsókna og greiningar, sem leggja reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á Íslandi. Mætti segja að forvarnarstarf hafi tekist vel síðan árið 2000 og flestir séu meðvitaðir um þá þætti sem hlúa þarf að til að ala upp heilbrigðan einstakling. Meðal þeirra þátta sem hafa verndandi áhrif eru samvera fjölskyldunnar, stuðningur, umhyggja og hlýja. Þó að almenn vímuefnaneysla sé í lágmarki á meðal unglinga er alltaf hópur sem virðist neyta vímuefna. Sumir halda því fram að framleiðendur leitist sífellt við að koma á markað nýjum vörum til að lokka til sín viðskipti. Forvarnaraðilar streitast á móti með sínu starfi og með upplýsingagjöf til að koma í veg fyrir áætlað ætlunarverk framleiðenda. Rafrettur (e-cigarette) eða Vape er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi. Rafretta er „stautur í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvalykju og skammtahólfi.“(http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/01/nr/5382) Vökvinn sem er reyktur er oft með bragðefni (t.d. ávaxtabragði) og er til með og án nikótíns. Skaðsemi rafrettna samanborið við sígarettur verður ekki tíunduð hér, heldur þær áhyggjur sem forvarnaraðilar hafa af rafrettunum. Nýleg rannsókn íslenskra félagsvísindamanna bendir til þess að unglingar sem hafa neytt rafrettna virðast líklegri til að neyta annarra vímuefna umfram þá sem ekki hafa prufað. Jafnvel er talað um að rafrettur séu nýtt milliþrep yfir í notkun á öðrum vímugjöfum. Unglingar sem hafa hingað til verið „forvarðir“ gagnvart vímuefnum virðast nú vera í ákveðinni áhættu. Mætti því segja að svokallað ætlunarverk markaðsaflanna (framleiðenda) um nýja viðskiptavini hafi tekist í gegnum framleiðslu rafrettna. Ef skoðaðar eru nýjustu niðurstöður könnunar, frá Rannsóknum og greiningu, sem framkvæmd var í febrúar 2015 þar sem fengust svör frá 84% unglinga af öllu landinu í 8., 9. og 10. bekk kemur í ljós að frekar stór hópur hefur prufað rafrettur. Sé litið til landsins í heild segjast 7% unglinga (245) í 8. bekk hafa prufað rafrettur að minnsta kosti einu sinni, 12% í 9. bekk (431) og 17% í 10. bekk (591). Miðað við smitáhrif jafningjahópa og hversu nýtt efnið er má áætla að aukning verði á milli ára, sérstaklega ef foreldrar og nærsamfélag vakna ekki til lífsins. Rafrettur án tóbaks virðast ekki jafn skaðlausar og sú hegðun að þykjast reykja banana, þó að vökvinn sé bara ávaxtasykur. Hegðunin sem slík, að herma eftir reykingum með því að „veipa“ (neyta rafrettna), virðist auka líkur á annars konar neyslu vímuefna. Í ofanálag ættu einstaklingar yngri en 18 ára ekki að geta keypt rafrettur. Miðað við ofangreindar upplýsingar hvet ég foreldra til þess að horfa ekki í gegnum fingur sér með notkun rafrettna og líta á „veipið“ sömu augum og aðra vímugjafa. Leyfir þú unglingnum þínum að reykja?
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar