Ted Cruz kjöldregur Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2015 10:57 Ted Cruz tekur hér í hönd hins hárprúða auðkýfings Donald Trump Vísir/AFP Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowafylki. Þeir sækjast báðir eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Kosningarnar í Iowa eru oft sagðar gefa tóninn fyrir kosningar annarra fylkja en íbúar Iowa eru þeir fyrstu til að ganga að kjörborðinu. Í könnun Des Moines Register og Bloomberg kemur fram að Cruz njóti nú 31 prósent fylgis í Iowa en Trump mælist með 21 prósent stuðning. Niðurstöðurnar eru til marks um gífurlega sveiflu í fylgi Cruz sem lengi framanaf var að mælast með um 10 prósent stuðning. Kosningabarátta hans í Iowa hefur snúist í meginatriðum um að sannfæra leiðtoga hinna fjölmörgu kristilegu safnaða í fylkinu. Það hefur borið árangur og er opinber stuðningur Bob Vander Plaats við Cruz talið stærsta ummerki þessi. Plaats stóð dyggilega við bakið á þeim frambjóðendum sem urðu hlutskarpastir í tveimur síðustu forkosningum í Iowa. Aðrir frambjóðendur repúblikana eru með töluvert minna fylgi í ríkinu. Taugaskurðlæknirinn Ben Carson er í þriðja sæti með 13 prósent, Marco Rubio með 10 prósent fylgi og situr sem fastast í fjórða sæti. Jeb Bush bætir við sig einu prósenti og mælist nú með 6 prósent.Rand Paul, Mike Huckabee og Chris Christie eru jöfn með 3. Næstu kappræður repúblikana fara fram í Las Vegas á þriðjudag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira
Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowafylki. Þeir sækjast báðir eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Kosningarnar í Iowa eru oft sagðar gefa tóninn fyrir kosningar annarra fylkja en íbúar Iowa eru þeir fyrstu til að ganga að kjörborðinu. Í könnun Des Moines Register og Bloomberg kemur fram að Cruz njóti nú 31 prósent fylgis í Iowa en Trump mælist með 21 prósent stuðning. Niðurstöðurnar eru til marks um gífurlega sveiflu í fylgi Cruz sem lengi framanaf var að mælast með um 10 prósent stuðning. Kosningabarátta hans í Iowa hefur snúist í meginatriðum um að sannfæra leiðtoga hinna fjölmörgu kristilegu safnaða í fylkinu. Það hefur borið árangur og er opinber stuðningur Bob Vander Plaats við Cruz talið stærsta ummerki þessi. Plaats stóð dyggilega við bakið á þeim frambjóðendum sem urðu hlutskarpastir í tveimur síðustu forkosningum í Iowa. Aðrir frambjóðendur repúblikana eru með töluvert minna fylgi í ríkinu. Taugaskurðlæknirinn Ben Carson er í þriðja sæti með 13 prósent, Marco Rubio með 10 prósent fylgi og situr sem fastast í fjórða sæti. Jeb Bush bætir við sig einu prósenti og mælist nú með 6 prósent.Rand Paul, Mike Huckabee og Chris Christie eru jöfn með 3. Næstu kappræður repúblikana fara fram í Las Vegas á þriðjudag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira
Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19
Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09
Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30