Nokkur orð um fjármögnun íslenskra háskóla Jón Atli Benediktsson skrifar 15. desember 2015 10:37 Árið 2005 gerðu Evrópsku háskólasamtökin (European University Association) úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að fjármögnun skólans væri verulega ábótavant. Spyrja má hvort eitthvað hafi breyst á þeim áratug sem nú er liðinn frá úttektinni. Við skulum skoða það nánar. Í samantekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins úr Education at a Glance 2015 (EAG) frá 24. nóvember síðastliðnum er gerð grein fyrir stöðu Íslands út frá samanburði á menntatölfræði OECD-ríkjanna. Miðað er við tölur frá árinu 2012 og er þar meðal annars stutt ágrip af tilraun OECD til að varpa ljósi á áhrif alþjóðlegu efnahagskreppunnar 2008 á skólakerfi. Þar segir m.a.: „Útgjöld til háskólastigsins drógust saman frá 2008 til 2012 og voru orðin 14% lægri. Á móti kemur að nemendum fjölgaði, m.a. vegna slæms atvinnuástands. Þetta þýðir að útgjöld á hvern ársnema drógust saman um fimmtung frá 2008 til 2011. Tölur fyrir árið 2012 gefa vísbendingu um að þá hafi orðið viðsnúningur. Útgjöldin jukust á ný, nemendum fækkaði um eitt prósentustig þannig að útgjöld á hvern ársnemenda jukust milli ára. … Það bendir til að efnahagserfiðleikarnir hafi komið fyrr fram hér á landi og Ísland var farið að ná sér upp úr dýfunni árið 2012 á sama tíma og efnahagskreppan var farin að hafa meiri áhrif í öðrum löndum, eins og Írlandi, Spáni og Portúgal.“ Það er vissulega rétt að þróun útgjalda á hvern ársnema á háskólastigi (nemanda í fullu námi) frá árinu 2008 (á föstu verðlagi) sýnir meiri samdrátt árið 2011 (21,5%) en bæði árið á undan (16,4%) og árið á eftir (16,0%). Bendir það hugsanlega til þess að áhrif efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið að fullu komin fram árið 2011 og hagur háskólanna tekinn að vænkast árið 2012. Nemendafjöldi 2010, 2011 og 2012 bendir líka til þess að jafnvægi hafi náðst en samkvæmt tölum Hagstofunnar er lítil breyting á fjölda nemenda þessi þrjú ár (rúmlega 19 þúsund nemendur í háskólum á Íslandi) og fjölgunin sem varð á tímabilinu 2008-2010 virðist vera að mestu um garð gengin. Þessir útreikningar varpa hins vegar ekki ljósi nema á mjög takmarkaðan hluta af fjármögnun íslenskra háskóla og nauðsynlegt er að skoða stöðuna út frá lengra tímabili. Mikil fjölgun háskólanema hér á landi eftir árið 2000 og lægri framlög á hvern nemanda en í löndum sem við berum okkur saman við hefur valdið því að enn dregur í sundur með bæði Norðurlöndum og meðaltali af ríkjum OECD þegar litið er til framlaga á hvern ársnema. Þetta sést vel ef borin eru saman árin 2005 og 2012. Á mynd 1 sést að hlutfallslega hefur háskólanemum á Íslandi fjölgað mest (19,7%) en framlög aukist minnst (7,2%). Þetta hefur leitt til þess að framlög á hvern ársnema á Íslandi eru 10% lægri árið 2012 en þau voru árið 2005 (á föstu verðlagi). Þessi þróun hefur leitt til þess að útgjöld á háskólastigi á Íslandi á hvern ársnema árið 2012 eru hlutfallslega talsvert lægri en þau voru árið 2005 þegar bornar eru saman tölur frá hinum Norðurlöndunum (tölur frá Danmörku fyrir árið 2012 vantar) og meðaltal ríkja OECD og ESB (sjá mynd 2). Munurinn hefur í sumum tilvikum þrefaldast. Burtséð frá því hvort botni efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið náð í íslensku háskólakerfi árið 2011 er ljóst að markmið stjórnvalda (þ.á m. Vísinda- og tækniráðs) um að fjármögnun háskólakerfisins hér á landi verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020 virðist standa fjær nú en áður og ljóst að miklar breytingar þurfa að koma til ef þau markmið eiga að nást á næstu árum.Með öðrum orðum, munurinn er að aukast, ekki minnka og því verður að breyta eigi íslenskir háskólar að geta vaxið og dafnað. Háskólar á Íslandi starfa í alþjóðlegu umhverfi og eigi þeir að vera samkeppnisfærir um starfsfólk, nemendur og öflun styrkja (svo eitthvað sé nefnt) verður fjármögnun þeirra að vera betri, raunar miklu betri. Vissulega hafa orðið miklar breytingar á íslensku háskólaumhverfi á undanförnum áratug eða frá þeim tíma sem skýrsla Evrópsku háskólasamtakanna um Háskóla Íslands kom út árið 2005. En við erum enn að kljást við sömu vandamálin, vanfjármagnaða háskóla. Birtingarmyndin er meðal annars lág laun, mikið álag og mjög hátt hlutfall nemenda á hvern kennara sem vissulega getur haft áhrif á gæði kennslu. Fullyrða má að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt en það má hins vegar ekki rugla saman vanfjármögnun og óeigingjörnu framlagi þeirrar sem starfa í háskólum við hagkvæmni því við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2005 gerðu Evrópsku háskólasamtökin (European University Association) úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að fjármögnun skólans væri verulega ábótavant. Spyrja má hvort eitthvað hafi breyst á þeim áratug sem nú er liðinn frá úttektinni. Við skulum skoða það nánar. Í samantekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins úr Education at a Glance 2015 (EAG) frá 24. nóvember síðastliðnum er gerð grein fyrir stöðu Íslands út frá samanburði á menntatölfræði OECD-ríkjanna. Miðað er við tölur frá árinu 2012 og er þar meðal annars stutt ágrip af tilraun OECD til að varpa ljósi á áhrif alþjóðlegu efnahagskreppunnar 2008 á skólakerfi. Þar segir m.a.: „Útgjöld til háskólastigsins drógust saman frá 2008 til 2012 og voru orðin 14% lægri. Á móti kemur að nemendum fjölgaði, m.a. vegna slæms atvinnuástands. Þetta þýðir að útgjöld á hvern ársnema drógust saman um fimmtung frá 2008 til 2011. Tölur fyrir árið 2012 gefa vísbendingu um að þá hafi orðið viðsnúningur. Útgjöldin jukust á ný, nemendum fækkaði um eitt prósentustig þannig að útgjöld á hvern ársnemenda jukust milli ára. … Það bendir til að efnahagserfiðleikarnir hafi komið fyrr fram hér á landi og Ísland var farið að ná sér upp úr dýfunni árið 2012 á sama tíma og efnahagskreppan var farin að hafa meiri áhrif í öðrum löndum, eins og Írlandi, Spáni og Portúgal.“ Það er vissulega rétt að þróun útgjalda á hvern ársnema á háskólastigi (nemanda í fullu námi) frá árinu 2008 (á föstu verðlagi) sýnir meiri samdrátt árið 2011 (21,5%) en bæði árið á undan (16,4%) og árið á eftir (16,0%). Bendir það hugsanlega til þess að áhrif efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið að fullu komin fram árið 2011 og hagur háskólanna tekinn að vænkast árið 2012. Nemendafjöldi 2010, 2011 og 2012 bendir líka til þess að jafnvægi hafi náðst en samkvæmt tölum Hagstofunnar er lítil breyting á fjölda nemenda þessi þrjú ár (rúmlega 19 þúsund nemendur í háskólum á Íslandi) og fjölgunin sem varð á tímabilinu 2008-2010 virðist vera að mestu um garð gengin. Þessir útreikningar varpa hins vegar ekki ljósi nema á mjög takmarkaðan hluta af fjármögnun íslenskra háskóla og nauðsynlegt er að skoða stöðuna út frá lengra tímabili. Mikil fjölgun háskólanema hér á landi eftir árið 2000 og lægri framlög á hvern nemanda en í löndum sem við berum okkur saman við hefur valdið því að enn dregur í sundur með bæði Norðurlöndum og meðaltali af ríkjum OECD þegar litið er til framlaga á hvern ársnema. Þetta sést vel ef borin eru saman árin 2005 og 2012. Á mynd 1 sést að hlutfallslega hefur háskólanemum á Íslandi fjölgað mest (19,7%) en framlög aukist minnst (7,2%). Þetta hefur leitt til þess að framlög á hvern ársnema á Íslandi eru 10% lægri árið 2012 en þau voru árið 2005 (á föstu verðlagi). Þessi þróun hefur leitt til þess að útgjöld á háskólastigi á Íslandi á hvern ársnema árið 2012 eru hlutfallslega talsvert lægri en þau voru árið 2005 þegar bornar eru saman tölur frá hinum Norðurlöndunum (tölur frá Danmörku fyrir árið 2012 vantar) og meðaltal ríkja OECD og ESB (sjá mynd 2). Munurinn hefur í sumum tilvikum þrefaldast. Burtséð frá því hvort botni efnahagskreppunnar árið 2008 hafi verið náð í íslensku háskólakerfi árið 2011 er ljóst að markmið stjórnvalda (þ.á m. Vísinda- og tækniráðs) um að fjármögnun háskólakerfisins hér á landi verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020 virðist standa fjær nú en áður og ljóst að miklar breytingar þurfa að koma til ef þau markmið eiga að nást á næstu árum.Með öðrum orðum, munurinn er að aukast, ekki minnka og því verður að breyta eigi íslenskir háskólar að geta vaxið og dafnað. Háskólar á Íslandi starfa í alþjóðlegu umhverfi og eigi þeir að vera samkeppnisfærir um starfsfólk, nemendur og öflun styrkja (svo eitthvað sé nefnt) verður fjármögnun þeirra að vera betri, raunar miklu betri. Vissulega hafa orðið miklar breytingar á íslensku háskólaumhverfi á undanförnum áratug eða frá þeim tíma sem skýrsla Evrópsku háskólasamtakanna um Háskóla Íslands kom út árið 2005. En við erum enn að kljást við sömu vandamálin, vanfjármagnaða háskóla. Birtingarmyndin er meðal annars lág laun, mikið álag og mjög hátt hlutfall nemenda á hvern kennara sem vissulega getur haft áhrif á gæði kennslu. Fullyrða má að hver króna sem sett er í háskólakerfið er vel nýtt en það má hins vegar ekki rugla saman vanfjármögnun og óeigingjörnu framlagi þeirrar sem starfa í háskólum við hagkvæmni því við núverandi fjármögnun verður ekki lengur búið eigi íslenskir háskólar að standast samkeppni á alþjóðavettvangi á næstu árum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun