Skárra að vera fastur í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Róbert Gunnarsson er í ákveðinni klemmu í Frakklandi þar sem hann fær ekkert að spila og mun líklega ekki fá að spila neitt næstu mánuðina. Vísir/Getty Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“ EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti