Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito: „Félagið telur sig ekki hafa brotið af sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:38 Sito í leik gegn Víkingi í sumar. vísir/andri marinó ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Sjá meira
ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Sjá meira