„Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. nóvember 2024 10:31 Arnór segir að hann muni seint gleyma leiknum við Djurgarden fyrir áratug. Samsett/Vísir Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. Arnór var leikmaður Helsingborgar árið 2014 þegar Djurgarden frá Stokkhólmi sótti borgina heim. Þeirri heimsókn fylgdi stór hópur fótboltabullna. „Kolbilaðir stuðningsmenn. Eins og öll þessi stóru lið í Svíþjóð. Þeir fóru á hokkíleik á laugardeginum og svo voru í Helsingborg um nóttina. Það var reyndar ekki sofið mikið. Það var allt brotið og bramlað í bænum,“ „Svo fara þeir á fyrsta leik í deild, Helsingborg á móti Djurgarden daginn eftir,“ segir Arnór. Skammt var liðið á þann leik þegar hópurinn í gestahluta stúkunnar strunsaði inn á völlinn. „Maður hafði séð læti en ekki á þessu kaliberi. Að menn stormi völlinn og fari í alvöru handamerkingar við hina stuðningsmennina meðan á leik stendur,“ segir Arnór og bætir við: „Okkur er bara sagt að drífa okkur inn í klefa. Sérsveitin mætir og hundar og allt gjörsamlega bilað. Þá höfðu stuðningsmenn Djurgarden frétt stuttu fyrir leik að stuðningmaður þeirra var laminn með flösku í hausinn. Hann dettur aftur fyrir sig og deyr,“ „Þetta var náttúrulega alveg hræðilegt. Maður trúði þessu ekki. Enginn gerði og þetta var mjög stórt mál í Svíþjóð. Það var ekki gaman að vera í þessum aðstæðum en að sama skapi eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi,“ segir Arnór. Klippa: Arnór gerir upp viðburðarríkan feril Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þá má einnig finna það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu. Sænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti ÍA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Arnór var leikmaður Helsingborgar árið 2014 þegar Djurgarden frá Stokkhólmi sótti borgina heim. Þeirri heimsókn fylgdi stór hópur fótboltabullna. „Kolbilaðir stuðningsmenn. Eins og öll þessi stóru lið í Svíþjóð. Þeir fóru á hokkíleik á laugardeginum og svo voru í Helsingborg um nóttina. Það var reyndar ekki sofið mikið. Það var allt brotið og bramlað í bænum,“ „Svo fara þeir á fyrsta leik í deild, Helsingborg á móti Djurgarden daginn eftir,“ segir Arnór. Skammt var liðið á þann leik þegar hópurinn í gestahluta stúkunnar strunsaði inn á völlinn. „Maður hafði séð læti en ekki á þessu kaliberi. Að menn stormi völlinn og fari í alvöru handamerkingar við hina stuðningsmennina meðan á leik stendur,“ segir Arnór og bætir við: „Okkur er bara sagt að drífa okkur inn í klefa. Sérsveitin mætir og hundar og allt gjörsamlega bilað. Þá höfðu stuðningsmenn Djurgarden frétt stuttu fyrir leik að stuðningmaður þeirra var laminn með flösku í hausinn. Hann dettur aftur fyrir sig og deyr,“ „Þetta var náttúrulega alveg hræðilegt. Maður trúði þessu ekki. Enginn gerði og þetta var mjög stórt mál í Svíþjóð. Það var ekki gaman að vera í þessum aðstæðum en að sama skapi eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi,“ segir Arnór. Klippa: Arnór gerir upp viðburðarríkan feril Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þá má einnig finna það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti ÍA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira