Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. október 2015 14:15 Óskar Örn er hér lengst til hægri er hann samdi við Hermann Hreiðarsson og David James um þjálfa Eyjaliðið. vísir/vilhelm ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, vísaði ásökunum Eyjamanna til föðurhúsanna í samtali við Vísi í gær og sagðist koma af fjöllum. Vísir heyrði í Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, í dag og spurði hann frekar út í málið. „Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," segir Óskar Örn en hann hefur ekkert heyrt í Fylkismönnum og ekki er verið að leita neinna sátta í málinu. Erum með hreina samviskuÓskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.vísir/óskarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem félag sakar annað félag um að tala ólöglega við leikmann. Það er samt erfitt að færa sönnur á slíkar ásakanir en Eyjamenn telja sig geta gert það. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," segir Óskar Örn en eru Eyjamenn sjálfir alsaklausir af því að tala ekki ólöglega við leikmenn? „Við reynum alltaf að fara í gegnum stjórnirnar ef við höfum áhuga á leikmanni. Það má fá staðfest frá þeim mönnum sem hafa komið til okkar. Við erum með hreina samvisku í þeim málum. Ég sá samt að Leiknismenn voru að tala um að við værum að tala ólöglega við leikmann. Ég bíð spenntur eftir því að vita hvaða maður það sé. Við erum nefnilega ekki að tala við neinn Leiknismann." ÍBV er í deilum við Fylki þar sem þjálfari félagsins er Eyjamaðurinn og fyrrum þjálfari ÍBV, Hermann Hreiðarsson. Það sem meira er þá var tilkynnt í dag að kvennalið Fylkis væri búið að semja við Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Hermann er ágætis maður en hann er greinilega búinn að tapa Eyjahjartanu. Það er orðið appelsínugult í honum hjartað," sagði Óskar meira í stríðni en alvöru.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum Knattspyrnudeild ÍBV undirbýr nú kæru á hendur Fylkismönnum vegna leikmannamála. 19. október 2015 16:43