Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2024 09:02 Martin Ødegaard meiddist í landsliðsverkefni með Noregi í september. getty/Stuart MacFarlane Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, sé í erfiðri stöðu. Eftir að hafa glímt við meiðsli í nokkrar vikur lék Ødegaard allan leikinn þegar Arsenal gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann fór svo til móts við norska landsliðið sem mætir Slóveníu og Kasakstan í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Ødegaard var upphaflega ekki valinn í norska landsliðshópinn en var svo bætt við hann. Talsvert hefur verið rætt um skynsemi þess að Ødegaard spili með norska liðinu svona skömmu eftir að hafa snúið aftur eftir meiðsli. Hareide, sem þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08, segir að mál sem þessi séu alltaf erfið, sérstaklega fyrir leikmanninn sem á í hlut. „Þú vilt vera trúr landsliðinu. Á sama tíma verða félögin að vernda leikmenn sem hafa verið meiddir,“ sagði Hareide. Leikirnir í Þjóðadeildinni hafa tekið við af vináttulandsleikjum sem eru nú orðnir afar fáir. „Knattspyrnusamböndin treysta á tekjur af leikjum til að halda sér gangandi og því eru leikmennirnir stundum í klemmu. Stundum færðu þreytta leikmenn. Það eru fleiri leikir núna en áður,“ sagði Hareide og vísaði til gagnrýnis Rodris, handhafa Gullboltans, á álagið á bestu fótboltamenn heims. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir skiljanlegt að Arsenal vilji ekki að Ødegaard spili tvo heila leiki með landsliðinu sínu, nýkominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Það væri þó aðallega undir leikmanninum sjálfum komið hversu mikið hann teldi sig geta spilað. Enski boltinn Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Eftir að hafa glímt við meiðsli í nokkrar vikur lék Ødegaard allan leikinn þegar Arsenal gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann fór svo til móts við norska landsliðið sem mætir Slóveníu og Kasakstan í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Ødegaard var upphaflega ekki valinn í norska landsliðshópinn en var svo bætt við hann. Talsvert hefur verið rætt um skynsemi þess að Ødegaard spili með norska liðinu svona skömmu eftir að hafa snúið aftur eftir meiðsli. Hareide, sem þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08, segir að mál sem þessi séu alltaf erfið, sérstaklega fyrir leikmanninn sem á í hlut. „Þú vilt vera trúr landsliðinu. Á sama tíma verða félögin að vernda leikmenn sem hafa verið meiddir,“ sagði Hareide. Leikirnir í Þjóðadeildinni hafa tekið við af vináttulandsleikjum sem eru nú orðnir afar fáir. „Knattspyrnusamböndin treysta á tekjur af leikjum til að halda sér gangandi og því eru leikmennirnir stundum í klemmu. Stundum færðu þreytta leikmenn. Það eru fleiri leikir núna en áður,“ sagði Hareide og vísaði til gagnrýnis Rodris, handhafa Gullboltans, á álagið á bestu fótboltamenn heims. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir skiljanlegt að Arsenal vilji ekki að Ødegaard spili tvo heila leiki með landsliðinu sínu, nýkominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Það væri þó aðallega undir leikmanninum sjálfum komið hversu mikið hann teldi sig geta spilað.
Enski boltinn Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira