Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2024 09:02 Martin Ødegaard meiddist í landsliðsverkefni með Noregi í september. getty/Stuart MacFarlane Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, sé í erfiðri stöðu. Eftir að hafa glímt við meiðsli í nokkrar vikur lék Ødegaard allan leikinn þegar Arsenal gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann fór svo til móts við norska landsliðið sem mætir Slóveníu og Kasakstan í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Ødegaard var upphaflega ekki valinn í norska landsliðshópinn en var svo bætt við hann. Talsvert hefur verið rætt um skynsemi þess að Ødegaard spili með norska liðinu svona skömmu eftir að hafa snúið aftur eftir meiðsli. Hareide, sem þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08, segir að mál sem þessi séu alltaf erfið, sérstaklega fyrir leikmanninn sem á í hlut. „Þú vilt vera trúr landsliðinu. Á sama tíma verða félögin að vernda leikmenn sem hafa verið meiddir,“ sagði Hareide. Leikirnir í Þjóðadeildinni hafa tekið við af vináttulandsleikjum sem eru nú orðnir afar fáir. „Knattspyrnusamböndin treysta á tekjur af leikjum til að halda sér gangandi og því eru leikmennirnir stundum í klemmu. Stundum færðu þreytta leikmenn. Það eru fleiri leikir núna en áður,“ sagði Hareide og vísaði til gagnrýnis Rodris, handhafa Gullboltans, á álagið á bestu fótboltamenn heims. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir skiljanlegt að Arsenal vilji ekki að Ødegaard spili tvo heila leiki með landsliðinu sínu, nýkominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Það væri þó aðallega undir leikmanninum sjálfum komið hversu mikið hann teldi sig geta spilað. Enski boltinn Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Eftir að hafa glímt við meiðsli í nokkrar vikur lék Ødegaard allan leikinn þegar Arsenal gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann fór svo til móts við norska landsliðið sem mætir Slóveníu og Kasakstan í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Ødegaard var upphaflega ekki valinn í norska landsliðshópinn en var svo bætt við hann. Talsvert hefur verið rætt um skynsemi þess að Ødegaard spili með norska liðinu svona skömmu eftir að hafa snúið aftur eftir meiðsli. Hareide, sem þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08, segir að mál sem þessi séu alltaf erfið, sérstaklega fyrir leikmanninn sem á í hlut. „Þú vilt vera trúr landsliðinu. Á sama tíma verða félögin að vernda leikmenn sem hafa verið meiddir,“ sagði Hareide. Leikirnir í Þjóðadeildinni hafa tekið við af vináttulandsleikjum sem eru nú orðnir afar fáir. „Knattspyrnusamböndin treysta á tekjur af leikjum til að halda sér gangandi og því eru leikmennirnir stundum í klemmu. Stundum færðu þreytta leikmenn. Það eru fleiri leikir núna en áður,“ sagði Hareide og vísaði til gagnrýnis Rodris, handhafa Gullboltans, á álagið á bestu fótboltamenn heims. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir skiljanlegt að Arsenal vilji ekki að Ødegaard spili tvo heila leiki með landsliðinu sínu, nýkominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Það væri þó aðallega undir leikmanninum sjálfum komið hversu mikið hann teldi sig geta spilað.
Enski boltinn Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira