Vannýtt hráefni í ferðþjónustu – Tækifæri til fullvinnslu 18. nóvember 2015 07:00 Líta má á áhuga ferðamanna á náttúru, menningu og sögu Íslands sem nokkurs konar hráefni. Ástæða er til að „fullvinna“ þetta hráefni enn frekar en nú er gert, í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu, dreifa álagi á landið og styðja við byggðaþróun. Fullvinnslan getur falist í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vara sem byggja á sérstöðu landsins. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta það hráefni sem grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir nýjum tengingum og tækifærum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt „brand“ eða mark svæðis, en mark lýsir þeirri upplifun sem svæði býður, t.d. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. „Brandið“ verður í raun loforð til þeirra sem sækja svæði heim eða kaupa þaðan vöru, um að þeir muni upplifa eða fá það sem sagt er. „Brand“ sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu um sameiginleg markmið við þróun svæðis. Skipulagsáætlanir eru tilvalin verkfæri við fullvinnsluna. Þær má nýta til að greina og „branda“ svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu og landslagi. Samræmd kynning og markaðssetning á þessum grunni stuðlar síðan að sterkari ímynd svæðis. Séu minni og stærri svæði tekin skipulega fyrir með framangreindum hætti, má stuðla að því að auðlindir fólgnar í landslagi og sögu verði nýttar sem best til breiðrar verðmætasköpunar. Snæfellingar hafa mótað sér stefnu um byggðaþróun í þessum anda og lagt af stað í vegferð sem þessa (sjá nánar á snaefellsnes.is). Með því að nýta áhuga ferðamanna – hráefnið, túlka betur og fræða um það sem í tilteknum svæðum býr, getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Þannig verður Ísland ekki bara eitt „brand“, ferðamenn hafa ástæðu til að koma aftur og aftur og stuðlað er að aukinni sátt ferðamanna og íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Líta má á áhuga ferðamanna á náttúru, menningu og sögu Íslands sem nokkurs konar hráefni. Ástæða er til að „fullvinna“ þetta hráefni enn frekar en nú er gert, í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu, dreifa álagi á landið og styðja við byggðaþróun. Fullvinnslan getur falist í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vara sem byggja á sérstöðu landsins. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta það hráefni sem grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir nýjum tengingum og tækifærum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt „brand“ eða mark svæðis, en mark lýsir þeirri upplifun sem svæði býður, t.d. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. „Brandið“ verður í raun loforð til þeirra sem sækja svæði heim eða kaupa þaðan vöru, um að þeir muni upplifa eða fá það sem sagt er. „Brand“ sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu um sameiginleg markmið við þróun svæðis. Skipulagsáætlanir eru tilvalin verkfæri við fullvinnsluna. Þær má nýta til að greina og „branda“ svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu og landslagi. Samræmd kynning og markaðssetning á þessum grunni stuðlar síðan að sterkari ímynd svæðis. Séu minni og stærri svæði tekin skipulega fyrir með framangreindum hætti, má stuðla að því að auðlindir fólgnar í landslagi og sögu verði nýttar sem best til breiðrar verðmætasköpunar. Snæfellingar hafa mótað sér stefnu um byggðaþróun í þessum anda og lagt af stað í vegferð sem þessa (sjá nánar á snaefellsnes.is). Með því að nýta áhuga ferðamanna – hráefnið, túlka betur og fræða um það sem í tilteknum svæðum býr, getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Þannig verður Ísland ekki bara eitt „brand“, ferðamenn hafa ástæðu til að koma aftur og aftur og stuðlað er að aukinni sátt ferðamanna og íbúa.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar