Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2015 07:00 Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton. vísir/epa Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. Sanders mælist nú með 29 prósenta fylgi á landsvísu en mældist með 24 prósent í síðustu könnun fyrir kappræðurnar. Þá mælist Clinton með 45 prósent, jafn mikið og fyrir kappræður. Fylgi Joes Biden varaforseta, sem ekki hefur lýst yfir framboði, lækkar lítillega, úr nítján prósentum í átján. Brendan Boyle, einn fulltrúadeildarþingmanna demókrata, fullyrti í gær að Biden ætlaði í framboð. Aðspurður hvort það væri ekki of seint benti hann á að Bill Clinton hefði á síðum tíma farið í framboð í október og unnið.I have a very good source close to Joe that tells me VP Biden will run for Prez— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 For people who think it's too late for Biden to run, worth remembering Bill Clinton entered the 92 race in October— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 Joe Biden varaforseti þykir líklegur til að bjóða sig fram.Tíðindin um að bilið milli Sanders og Clinton minnki eru í takt við úrslit skoðanakannana á netinu eftir kappræður þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði Sanders sigurvegara kappræðnanna en úr takt við fyrirsagnir stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem krýndu Clinton sigurvegara. Þá er Biden sá valkostur sem litinn er jákvæðustum augum en 51 prósent þátttakenda sögðust hafa jákvæða skoðun á honum samanborið við 46 prósent hjá Hillary Clinton og 41 prósent hjá Bernie Sanders. Fæstir segjast þó líta Sanders neikvæðum augum, 29 prósent samanborið við 37 prósent Bidens og 50 prósent Clinton.Hillary Clinton tapar fylgi.Vísir/AFPBoston Herald birti einnig nýja könnun sína fyrir forkosningar flokksins í New Hampshire sem er annað fylkið til að velja sér forsetaefni. Þar mælist Sanders með 38 prósenta fylgi, Clinton með þrjátíu prósent en Biden nítján prósent. Í könnun CNN var frambjóðendunum þremur stillt upp, hverju í sínu lagi, andspænis Donald Trump, sem mælist með mest fylgi á meðal þeirra repúblikana sem vilja verða forseti, og þátttakendur spurðir hvorn frambjóðandann þeir myndu heldur kjósa. Allir frambjóðendur demókrata voru vinsælli en Trump en minnstu munaði á milli Trump og Clinton. Hún mældist með fimmtíu prósent en Trump 45 prósent. Biden stóð öllu betur og hafði 53 prósent gegn 43 prósentum Trumps og Sanders hafði 53 prósent gegn 44 prósentum Trumps. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. Sanders mælist nú með 29 prósenta fylgi á landsvísu en mældist með 24 prósent í síðustu könnun fyrir kappræðurnar. Þá mælist Clinton með 45 prósent, jafn mikið og fyrir kappræður. Fylgi Joes Biden varaforseta, sem ekki hefur lýst yfir framboði, lækkar lítillega, úr nítján prósentum í átján. Brendan Boyle, einn fulltrúadeildarþingmanna demókrata, fullyrti í gær að Biden ætlaði í framboð. Aðspurður hvort það væri ekki of seint benti hann á að Bill Clinton hefði á síðum tíma farið í framboð í október og unnið.I have a very good source close to Joe that tells me VP Biden will run for Prez— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 For people who think it's too late for Biden to run, worth remembering Bill Clinton entered the 92 race in October— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 Joe Biden varaforseti þykir líklegur til að bjóða sig fram.Tíðindin um að bilið milli Sanders og Clinton minnki eru í takt við úrslit skoðanakannana á netinu eftir kappræður þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði Sanders sigurvegara kappræðnanna en úr takt við fyrirsagnir stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem krýndu Clinton sigurvegara. Þá er Biden sá valkostur sem litinn er jákvæðustum augum en 51 prósent þátttakenda sögðust hafa jákvæða skoðun á honum samanborið við 46 prósent hjá Hillary Clinton og 41 prósent hjá Bernie Sanders. Fæstir segjast þó líta Sanders neikvæðum augum, 29 prósent samanborið við 37 prósent Bidens og 50 prósent Clinton.Hillary Clinton tapar fylgi.Vísir/AFPBoston Herald birti einnig nýja könnun sína fyrir forkosningar flokksins í New Hampshire sem er annað fylkið til að velja sér forsetaefni. Þar mælist Sanders með 38 prósenta fylgi, Clinton með þrjátíu prósent en Biden nítján prósent. Í könnun CNN var frambjóðendunum þremur stillt upp, hverju í sínu lagi, andspænis Donald Trump, sem mælist með mest fylgi á meðal þeirra repúblikana sem vilja verða forseti, og þátttakendur spurðir hvorn frambjóðandann þeir myndu heldur kjósa. Allir frambjóðendur demókrata voru vinsælli en Trump en minnstu munaði á milli Trump og Clinton. Hún mældist með fimmtíu prósent en Trump 45 prósent. Biden stóð öllu betur og hafði 53 prósent gegn 43 prósentum Trumps og Sanders hafði 53 prósent gegn 44 prósentum Trumps.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00
Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45
126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00