Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2015 10:45 Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. Vísir/Stefán Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu. Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu.
Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24