Innlent

Út­köll vegna slags­mála

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur aðstoðarbeiðnum í gærkvöldi eða nótt, þar sem beðið var um hjálp vegna slagsmála. Í öðru tilvikinu var um að ræða ólæti og slagsmál við bar í miðborginni og í hinu hópslagsmál í póstnúmerinu 111.

Alls voru 49 mál bókuð í kerfi lögreglu á vaktinni.

Einn var handtekinn vegna þjófnaðar í póstnúmerinu 105 en sá er grunaður um að hafa stolið peningakassa með reiðufé. Lögregla var einnig kölluð til vegna hnupls í matvöruverslun í póstnúmerinu 104.

Tilkynnt var um særðan fugl á akbraut í Garðabæ og aðstoðar óskað vegna eldsvoða í bifreið í Hafnarfirði. Í Kópavogi rann mannlaus bifreið á hús og þá var tilkynnt um minniháttar eignaspjöll, rúðubrot, í Seljahverfi.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni og tveir sektaðir fyrir að aka á gangstétt í póstnúmerinu 108.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×