Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2015 21:00 Það verður hart tekist á í kappræðum Repúblikana í nótt. Vísir/Getty Í nótt fara fram þriðju kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikanaflokksins. Efni kappræðanna að þessu sinni eru efnahagsmál en CNBC sem sýnir frá kappræðunum auglýsir þær undir slagorðinu 'Þínir peningar, þitt atkvæði'. Kappræðurnar hefjast á miðnætti en alls taka tíu frambjóðendur þátt af þeim fimmtán sem eru í framboði. Sjá má yfirlit yfir þá sem taka þátt og fyrir hvað þeir standa í myndbandinu hér fyrir neðan.Stjórnmálaskýrendur ytra búast við því að Donald Trump muni koma inn í kappræðurnar af fullum þunga en á undanförnum dögum hafa komið fram merki um að fylgi hans sé að dvína. Til marks um það leiðir taugaskurðlæknirinn Ben Carson kannanir í Iowa-fylki þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram þann 1. febrúar nk.Það er því talið víst að Trump muni freista þess að hamra á Carson til þess að styrkja stöðu sína á toppnum og er hann í raun byrjaður á þeirri herferð eins og meðfylgjandi tíst sýna.Ben Carson wants to abolish Medicare - I want to save it and Social Security.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2015 Remember that Carson, Bush and Rubio are VERY weak on illegal immigration. They will do NOTHING to stop it. Our country will be overrun!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2015 Þrátt fyrir að komið hafi fram kannanir sem sýni Carson með meira fylgi en Trump á landsvísu sýnir samantekt Huffington Post á 197 könnunum á fylgi frambjóðenda að Trump leiðir enn. Eins og sjá má eru þeir Trump og Carson með mikið forskot á aðra frambjóðendur og því ljóst að Jeb Bush og Marco Rubio þurfi að eiga stjörnukvöld ætli þeir sér að eiga möguleika á fastri búsetu í Hvíta húsinu næstu árin.Fylgi Jeb Bush hefur dottið niður frá síðustu kappræðum og hefur Marco Rubio skotist upp fyrir hann en hann situr nú í þriðja sæti. Það þýðir að Rubio færist nær miðjunni á sviðinu í nótt en Bush færist utar. Rubio þykir hafa staðið sig vel í fyrstu tveimur kappræðunum og telja margir að hann sé besta svar hins hefðbundna kjarna Repúblikanaflokksins við Donald Trump og sá eini sem eigi séns í Hillary Clinton hljóti hún útnefningu Demókrata. Ef marka má fyrstu tvær kappræðurnar má búast við miklu fjöri en kappræðurnar hefjast, eins og áður sagði á miðnætti. Fyrir þá sem ætla sér að vaka til þess að horfa á kappræðurnar er vert að benda á þessu skemmtilegu bingó-spjöld sem vefsíðan VOX bíður upp á, þau ættu að krydda umræðurnar.Here are your official Vox bingo cards for CNBC's Republican debate https://t.co/cz8x6fEHEG pic.twitter.com/Py92I4GDf7— Vox (@voxdotcom) October 28, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Í nótt fara fram þriðju kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikanaflokksins. Efni kappræðanna að þessu sinni eru efnahagsmál en CNBC sem sýnir frá kappræðunum auglýsir þær undir slagorðinu 'Þínir peningar, þitt atkvæði'. Kappræðurnar hefjast á miðnætti en alls taka tíu frambjóðendur þátt af þeim fimmtán sem eru í framboði. Sjá má yfirlit yfir þá sem taka þátt og fyrir hvað þeir standa í myndbandinu hér fyrir neðan.Stjórnmálaskýrendur ytra búast við því að Donald Trump muni koma inn í kappræðurnar af fullum þunga en á undanförnum dögum hafa komið fram merki um að fylgi hans sé að dvína. Til marks um það leiðir taugaskurðlæknirinn Ben Carson kannanir í Iowa-fylki þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram þann 1. febrúar nk.Það er því talið víst að Trump muni freista þess að hamra á Carson til þess að styrkja stöðu sína á toppnum og er hann í raun byrjaður á þeirri herferð eins og meðfylgjandi tíst sýna.Ben Carson wants to abolish Medicare - I want to save it and Social Security.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2015 Remember that Carson, Bush and Rubio are VERY weak on illegal immigration. They will do NOTHING to stop it. Our country will be overrun!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2015 Þrátt fyrir að komið hafi fram kannanir sem sýni Carson með meira fylgi en Trump á landsvísu sýnir samantekt Huffington Post á 197 könnunum á fylgi frambjóðenda að Trump leiðir enn. Eins og sjá má eru þeir Trump og Carson með mikið forskot á aðra frambjóðendur og því ljóst að Jeb Bush og Marco Rubio þurfi að eiga stjörnukvöld ætli þeir sér að eiga möguleika á fastri búsetu í Hvíta húsinu næstu árin.Fylgi Jeb Bush hefur dottið niður frá síðustu kappræðum og hefur Marco Rubio skotist upp fyrir hann en hann situr nú í þriðja sæti. Það þýðir að Rubio færist nær miðjunni á sviðinu í nótt en Bush færist utar. Rubio þykir hafa staðið sig vel í fyrstu tveimur kappræðunum og telja margir að hann sé besta svar hins hefðbundna kjarna Repúblikanaflokksins við Donald Trump og sá eini sem eigi séns í Hillary Clinton hljóti hún útnefningu Demókrata. Ef marka má fyrstu tvær kappræðurnar má búast við miklu fjöri en kappræðurnar hefjast, eins og áður sagði á miðnætti. Fyrir þá sem ætla sér að vaka til þess að horfa á kappræðurnar er vert að benda á þessu skemmtilegu bingó-spjöld sem vefsíðan VOX bíður upp á, þau ættu að krydda umræðurnar.Here are your official Vox bingo cards for CNBC's Republican debate https://t.co/cz8x6fEHEG pic.twitter.com/Py92I4GDf7— Vox (@voxdotcom) October 28, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07