Jeb Bush í vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2015 08:45 Jeb Bush, Marco Rubio, Donald Trump, Ben Carson og Carly Fiorina. Vísir/AFP Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Fleiri fréttir Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Sjá meira
Marco Rubio er talinn hafa borið sigur úr býtum í þriðju kappræðum forsetaframbjóðenda Repúblikana í Colorado í nótt. Þar komu saman tíu frambjóðendur sem búa yfir mestu fylgi. Þeir Ben Carson og Donald Trump, sem eru fremstir samkvæmt skoðannakönnunum, eru ekki taldir hafa staðið sig nægilega vel. Þá er Jeb Bush talinn vera í vandræðum. Honum hefur gengið illa að safna fjármagni fyrir kosningabaráttu sína og hefur þurft að segja upp starfsfólki. Stjórnmálaskýrendur sem CNN ræddi við telja baráttu Bush líklega vera lokið. Hér að neðan má samantekt á nokkrum af helstu atriðum kappræðunnar, en hér neðst má horfa á alla umræðuna.Repúblikanar eru margir hverjir reiðir við stjórnendur kappræðnanna og segja spurningar þeirra hafa verið hannaðar til að láta frambjóðendurna deila sín á milli. Sjálfir eyddu frambjóðendurnir miklum tíma í að skamma stjórnendur kvöldsins og fjölmiðla yfir höfuð. Svo eru aðrir sem segja að frambjóðendurnir hafi ráðist gegn stjórnendunum þegar þeir hafi ekki getað svarað erfiðum spurningum þeirra.Reince Priebus, háttsettur meðlimur Repúblikanaflokksins tísti til dæmis um málið í nótt.Talsmaður NBC, Brian Steel, hefur svarað þessari gagnrýni með einni setningu: „Frambjóðendur sem vilja verða forseti Bandaríkjanna eiga að ráða við að svara erfiðum spurningum.“ Fjölmiðlar ytra fara reglulega yfir kappræður sem þessar og kanna sannleiksgildi þess sem frambjóðendurnir halda fram. AP fréttaveitan tók saman helstu atriðin þar sem frambjóðendurnir fóru frjálslega með sannleikann. Það gerðu starfsmenn CNN einnig.CNBC should be ashamed of how this debate was handled. #GOPDebate— Reince Priebus (@Reince) October 29, 2015 Donald Trump sagði til dæmis að hann væri eini frambjóðandinn sem væri að fjármagna kosningabaráttuna að fullu með sínum eigin peningum. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Þann 15. október birti Trump fjórðungsyfirlit yfir kosningabaráttu sína. Þá hafði hann safnað 3,9 milljónum dala og af því voru einungis 100 þúsund dalir sem hann hafði sjálfur lagt fram. Restin eru framlög frá stuðningsmönnum.Spyrjum að leikslokum Nú eru rúmir þrír mánuðir í að kosið verður um frambjóðanda Repúblikana. Enginn frambjóðandi virðist hafa náð skýru forskoti. Næstu vikur verða mjög mikilvægar í kapphlaupinu um forsetastólinn. #GOPdebate Tweets
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Fleiri fréttir Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Sjá meira