Friðun miðhálendis: Forgangsmál Katrín Jakobsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Vorið 1928 samþykkti Alþingi lög um friðun Þingvalla, sem lýstu Þingvelli við Öxará friðlýstan helgistað allra Íslendinga frá og með upphafi þjóðhátíðarársins 1930. Voru með þessu mörkuð þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að verndargildi landsvæðis í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans og gerðar voru ráðstafanir í samræmi við það sem miðuðu að því að varðveita þar menningarminjar og náttúrufar. Eitt forgangsmál Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á þessu þingi er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Friðun miðhálendisins hefur verið til umræðu allt frá tíunda áratug síðustu aldar þegar Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur og þingmaður lagði fram tillögu um að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess: Vatnajökul, Hofsjökul, Langjökul og Mýrdalsjökul. Sú tillaga þróaðist yfir í að verða sérstök tillaga um Vatnajökulsþjóðgarð sem var samþykkt og lyktaði með stofnun þess þjóðgarðs. Flestir munu þakklátir fyrir það skref enda er hið ósnortna hálendi auðlind í sjálfu sér sem okkur ber skylda til að vernda fyrir frekari ágangi og varðveita í þágu fjölbreytni náttúrunnar. Auk heldur skilar það miklum efnahagslegum ávinningi sem áfangastaður ferðamanna í leit að einstakri reynslu. Hinn efnahagslegi ávinningur er umtalsverður þó að mestu skipti að ósnortin náttúra hefur gildi óháð mannlegum mælikvörðum. Fimmtán hugmyndirÍ hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Þessar hugmyndir sýna hve takmörkuð sýn á auðlindir er ráðandi á þeim bæjum. Ef byggja á upp fjölbreytt atvinnulíf til framtíðar þarf að fjölga stoðum efnahagslífsins og fjárfesta margfalt meira í rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum. Eins má skjóta styrkari stoðum undir stærstu útflutningsgrein okkar um þessar mundir, ferðaþjónustuna, meðal annars með náttúruvernd. Fjölbreytt atvinnustefna skilar stöðugra efnahagslífi án þess að ganga á náttúruna eins og stóriðjustefnan sem því miður er orðin þráhyggja hjá sumum í ríkisstjórnarflokkunum og hjá orkufyrirtækjunum. En nú er kominn tími til að leggja hana á hilluna og taka stefnuna í staðinn á fjölbreytt atvinnulíf þar sem traustur efnahagur auðgast af náttúruvernd. Mikilvægi miðhálendisinsTillaga þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um nýjan þjóðgarð á miðhálendinu er í takt við nýja atvinnustefnu þar sem skilningur ríkir á mikilvægi miðhálendisins. Vonandi ber þinginu gæfa til að samþykkja hana með tilliti til langtímahagsmuna Íslendinga. Rétt eins og við sem nú byggjum land erum þakklát þeim sem horfðu fram á veg og samþykktu að stofna þjóðgarð á Þingvöllum árið 1928 tel ég víst að eftir 90 ár verði almenningur þakklátur þeim þingheimi sem samþykkir að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Vorið 1928 samþykkti Alþingi lög um friðun Þingvalla, sem lýstu Þingvelli við Öxará friðlýstan helgistað allra Íslendinga frá og með upphafi þjóðhátíðarársins 1930. Voru með þessu mörkuð þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að verndargildi landsvæðis í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans og gerðar voru ráðstafanir í samræmi við það sem miðuðu að því að varðveita þar menningarminjar og náttúrufar. Eitt forgangsmál Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á þessu þingi er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Friðun miðhálendisins hefur verið til umræðu allt frá tíunda áratug síðustu aldar þegar Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur og þingmaður lagði fram tillögu um að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess: Vatnajökul, Hofsjökul, Langjökul og Mýrdalsjökul. Sú tillaga þróaðist yfir í að verða sérstök tillaga um Vatnajökulsþjóðgarð sem var samþykkt og lyktaði með stofnun þess þjóðgarðs. Flestir munu þakklátir fyrir það skref enda er hið ósnortna hálendi auðlind í sjálfu sér sem okkur ber skylda til að vernda fyrir frekari ágangi og varðveita í þágu fjölbreytni náttúrunnar. Auk heldur skilar það miklum efnahagslegum ávinningi sem áfangastaður ferðamanna í leit að einstakri reynslu. Hinn efnahagslegi ávinningur er umtalsverður þó að mestu skipti að ósnortin náttúra hefur gildi óháð mannlegum mælikvörðum. Fimmtán hugmyndirÍ hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Þessar hugmyndir sýna hve takmörkuð sýn á auðlindir er ráðandi á þeim bæjum. Ef byggja á upp fjölbreytt atvinnulíf til framtíðar þarf að fjölga stoðum efnahagslífsins og fjárfesta margfalt meira í rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum. Eins má skjóta styrkari stoðum undir stærstu útflutningsgrein okkar um þessar mundir, ferðaþjónustuna, meðal annars með náttúruvernd. Fjölbreytt atvinnustefna skilar stöðugra efnahagslífi án þess að ganga á náttúruna eins og stóriðjustefnan sem því miður er orðin þráhyggja hjá sumum í ríkisstjórnarflokkunum og hjá orkufyrirtækjunum. En nú er kominn tími til að leggja hana á hilluna og taka stefnuna í staðinn á fjölbreytt atvinnulíf þar sem traustur efnahagur auðgast af náttúruvernd. Mikilvægi miðhálendisinsTillaga þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um nýjan þjóðgarð á miðhálendinu er í takt við nýja atvinnustefnu þar sem skilningur ríkir á mikilvægi miðhálendisins. Vonandi ber þinginu gæfa til að samþykkja hana með tilliti til langtímahagsmuna Íslendinga. Rétt eins og við sem nú byggjum land erum þakklát þeim sem horfðu fram á veg og samþykktu að stofna þjóðgarð á Þingvöllum árið 1928 tel ég víst að eftir 90 ár verði almenningur þakklátur þeim þingheimi sem samþykkir að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun