Svona svindlaði Volkswagen: Málið útskýrt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. september 2015 18:07 Tilgangur hugbúnaðarins var að slökkva á mengunarvarnarbúnaði til að fá meira út úr vélinni og minni eyðslu. Vísir/AFP Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40
Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54
Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00
Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06
Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03