Kristján Möller skyggði á Freyju þegar hún flutti andsvar sitt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. september 2015 12:30 Atvikið átti sér stað á þingi í gær. Mynd/Althingi „Þar sem Kristján skyggði á mig á sjónvarpsskjánum, óviljandi að sjálfsögðu, það endurspeglar mjög vel að þingsalurinn er ekki hannað fyrir fólk sem er liggjandi í hjólastól eða kemst ekki upp í pontuna af öðrum ástæðum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í samtali við Vísi. Það leiðinlega atvik varð í gær að þegar hún lagði orð í belg þegar frumvarp utanríkisráðherra um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands var rætt þá stóð Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir skjánum svo Freyja sást ekki. Eins og þingkonan bendir á var að sjálfsögðu um óviljaverk að ræða en Freyja segir þetta undirstrika nauðsyn þess að Alþingi ráðist í breytingar á þingsalnum. Atvikið má sjá hér að neðan.„Þetta í gær var alveg dæmigert. Það endurspeglar mjög vel hvernig það er að geta ekki farið upp í pontuna. Þar sem ég er staðsett í þingsalnum gerir það að verkum að ég sést minna og heyrist minna. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á ásýnd mína sem þingmaður.“ Daginn áður eða 15. september hafði Freyja gert aðgengi í þingsalnum að umræðuefni. Þingsalurinn orðinn barn síns tíma „Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í þriðjudag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu.Sjá einnig: Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínuFreyja Haraldsdóttir leggur áherslu á að breytingar verði gerðar á Alþingi.Vísir/Stefán„Þetta hefur áhrif á ásýnd þingsins og trúverðugleika. Alþingi setur lög um að það eigi að vera aðgengi fyrir alla en svo er það sjálft ekki reiðubúið til þess að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Hún segir málið ekki aðeins varða sig persónulega og eigi ekki aðeins við um pontuna heldur sé mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á þingsalnum, hann sé þröngur, það sé erfitt að athafna sig og vinnuaðstaðan sé óþægileg. Þetta sé bagalegt í ljósi þess hve langir vinnudagar eru oft á Alþingi. Þingsalurinn sé mögulega orðinn barn síns tíma. Alþingishúsið var byggt árið 1881 en þingsalnum hefur verið breytt lítillega í tímans rás. Þingmennirnir 63 eiga hver sitt fasta sæti þar af eiga ráðherrar sæti á sérstökum ráðherrapöllum sem eru sitt hvoru megin við stól forseta. Innréttingarnar í salnum nú voru hannaðar árið 1987 en forsetaborðið og ræðustóll eða ponta eru frá árinu 1934. Pontan kom þó ekki í salinn fyrr en árið 1991 þegar Alþingi var gert að einni málstofu.Pontan úrelt og nýrrar umræðuhefðar þörf Í mörgum nágrannaríkja okkar flytur fólk gjarnan ræður sínar úr sæti sínu.Ráðherrapallurinn vinstra megin við forsetastól og sæti annarra þingmanna. Vísir/Pjetur „Það er mjög mikil sóun á tíma að vera alltaf að lalla upp og niður í þessa pontu auk þess sem það tekur enn lengri tíma í þröngum þingsal. Það myndi spara tíma og orku örugglega að hanna þingsalinn öðruvísi.“Hér sést hin danska Johanne Schmidt-Nielsen flytja ræðu úr sæti sínu.Málið hefur verið rætt innan Bjartrar framtíðar. „Þetta er orðið svolítið barn síns tíma. Að þingmenn fari upp í pontu til að þenja sig. Þetta á að vera staður þar sem við eigum samtal og vinnum saman, skoðum málin frá ólíkum hliðum og komumst að niðurstöðu. Stemningin verður allt öðruvísi, þetta yrði þá allt á miklu meiri jafningjagrunni.“ Hún tekur þó fram að mikilvægt geti verið að flytja mál úr pontu þegar svo ber undir en að umræður geti farið fram úr sætum þingmanna. Pontan sem slík ýti þó að eins undir þá orðræðu að sá sem í pontunni er ætli að segja hinum til syndanna og sýna vald sitt. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs að mati Freyju. „En sama hvað öllu öðru líður þá verður Alþingi að gera ráð fyrir að þingmenn séu alls konar, liggjandi, sitjandi, standandi. Við hljótum öll að vera sammála um að borgaraleg réttindi séu hornsteinn mannréttinda í samfélaginu okkar og þá hljótum við að vilja senda borgurunum þau skilaboð að það geti tekið þátt í stjórnmálum.“ Alþingi Tengdar fréttir Nýr ræðustóll Alþingis hannaður fyrir hjólastóla 19. júní 2014 08:46 Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Freyja Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni af ferðaþjónustu fatlaðra. 5. febrúar 2015 11:00 Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal "Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag. 15. september 2015 13:44 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Þar sem Kristján skyggði á mig á sjónvarpsskjánum, óviljandi að sjálfsögðu, það endurspeglar mjög vel að þingsalurinn er ekki hannað fyrir fólk sem er liggjandi í hjólastól eða kemst ekki upp í pontuna af öðrum ástæðum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í samtali við Vísi. Það leiðinlega atvik varð í gær að þegar hún lagði orð í belg þegar frumvarp utanríkisráðherra um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands var rætt þá stóð Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir skjánum svo Freyja sást ekki. Eins og þingkonan bendir á var að sjálfsögðu um óviljaverk að ræða en Freyja segir þetta undirstrika nauðsyn þess að Alþingi ráðist í breytingar á þingsalnum. Atvikið má sjá hér að neðan.„Þetta í gær var alveg dæmigert. Það endurspeglar mjög vel hvernig það er að geta ekki farið upp í pontuna. Þar sem ég er staðsett í þingsalnum gerir það að verkum að ég sést minna og heyrist minna. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á ásýnd mína sem þingmaður.“ Daginn áður eða 15. september hafði Freyja gert aðgengi í þingsalnum að umræðuefni. Þingsalurinn orðinn barn síns tíma „Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í þriðjudag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu.Sjá einnig: Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínuFreyja Haraldsdóttir leggur áherslu á að breytingar verði gerðar á Alþingi.Vísir/Stefán„Þetta hefur áhrif á ásýnd þingsins og trúverðugleika. Alþingi setur lög um að það eigi að vera aðgengi fyrir alla en svo er það sjálft ekki reiðubúið til þess að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Hún segir málið ekki aðeins varða sig persónulega og eigi ekki aðeins við um pontuna heldur sé mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á þingsalnum, hann sé þröngur, það sé erfitt að athafna sig og vinnuaðstaðan sé óþægileg. Þetta sé bagalegt í ljósi þess hve langir vinnudagar eru oft á Alþingi. Þingsalurinn sé mögulega orðinn barn síns tíma. Alþingishúsið var byggt árið 1881 en þingsalnum hefur verið breytt lítillega í tímans rás. Þingmennirnir 63 eiga hver sitt fasta sæti þar af eiga ráðherrar sæti á sérstökum ráðherrapöllum sem eru sitt hvoru megin við stól forseta. Innréttingarnar í salnum nú voru hannaðar árið 1987 en forsetaborðið og ræðustóll eða ponta eru frá árinu 1934. Pontan kom þó ekki í salinn fyrr en árið 1991 þegar Alþingi var gert að einni málstofu.Pontan úrelt og nýrrar umræðuhefðar þörf Í mörgum nágrannaríkja okkar flytur fólk gjarnan ræður sínar úr sæti sínu.Ráðherrapallurinn vinstra megin við forsetastól og sæti annarra þingmanna. Vísir/Pjetur „Það er mjög mikil sóun á tíma að vera alltaf að lalla upp og niður í þessa pontu auk þess sem það tekur enn lengri tíma í þröngum þingsal. Það myndi spara tíma og orku örugglega að hanna þingsalinn öðruvísi.“Hér sést hin danska Johanne Schmidt-Nielsen flytja ræðu úr sæti sínu.Málið hefur verið rætt innan Bjartrar framtíðar. „Þetta er orðið svolítið barn síns tíma. Að þingmenn fari upp í pontu til að þenja sig. Þetta á að vera staður þar sem við eigum samtal og vinnum saman, skoðum málin frá ólíkum hliðum og komumst að niðurstöðu. Stemningin verður allt öðruvísi, þetta yrði þá allt á miklu meiri jafningjagrunni.“ Hún tekur þó fram að mikilvægt geti verið að flytja mál úr pontu þegar svo ber undir en að umræður geti farið fram úr sætum þingmanna. Pontan sem slík ýti þó að eins undir þá orðræðu að sá sem í pontunni er ætli að segja hinum til syndanna og sýna vald sitt. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs að mati Freyju. „En sama hvað öllu öðru líður þá verður Alþingi að gera ráð fyrir að þingmenn séu alls konar, liggjandi, sitjandi, standandi. Við hljótum öll að vera sammála um að borgaraleg réttindi séu hornsteinn mannréttinda í samfélaginu okkar og þá hljótum við að vilja senda borgurunum þau skilaboð að það geti tekið þátt í stjórnmálum.“
Alþingi Tengdar fréttir Nýr ræðustóll Alþingis hannaður fyrir hjólastóla 19. júní 2014 08:46 Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Freyja Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni af ferðaþjónustu fatlaðra. 5. febrúar 2015 11:00 Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal "Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag. 15. september 2015 13:44 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Freyja Haraldsdóttir segir frá reynslu sinni af ferðaþjónustu fatlaðra. 5. febrúar 2015 11:00
Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal "Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag. 15. september 2015 13:44