Rakalausar ásakanir gegn íslenskum læknum Una Sighvatsdóttir skrifar 1. september 2015 19:15 Landspítalinn hefur nú lokið eigin rannsókn á aðkomu tveggja lækna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Þeir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson áttu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gengist undir barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð árið 2011. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti heimsathygli, en Andemariam lést rúmum tveimur árum síðar og hefur skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina verið rannsakaður í Svíþjóð vegna ásakana um vísindalegt misferli. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að í ljósi þeirrar staðreyndar að sjúklingurinn lá á Landspítalanum bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina hafi spítalinn séð sig knúinn til að ráðast í ítarlega rótargreiningu á málinu. Svona mál séu afar þungbær bæði sjúklingum og aðstandendum, en starfsfólki ekki síður. „Þetta mál var mjög sérstakt að því leyti að tveir af okkar færustu og farsælustu læknum urðu fyrir mjög alvarlegum ásökunum, meðal annars í fjölmiðlum í Svíþjóð. En niðurstaðan var í stuttu máli sú að læknum spítalans og starfsfólki spítalans tókst að bjarga lífi þessa sjúklings og síðan í framhaldi, með samvinnu við aðra, að lengja líf hans umfram það sem búast mátti við." Verklagsreglur vera bættar Þetta er í 17 sinn sem svo kölluð rótargreining er framkvæmd á Landspítalanum, að sögn Ólafs til að bæta öryggismenningu spítalans. Greiningin tók um tvo mánuði og var framkvæmd af tveimur starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem setið hafa námskeið hjá sérfræðingum frá bresku heilbrigðisþjónustunni. Markmiðið er að greina alvarleg vandamál sem koma upp í heilbrigðiskerfinu og finna rót vandans. Þótt engar athugasemdir séu gerðar við störf læknanna tveggja, og málið hafi því ekki frekari afleiðingar af hálfu Landspítalans, verður samt dreginn lærdómur af því að sögn Ólafs. „Lærdómurinn í þessu tilfelli er að við þurfum að bæta verklagsreglur þegar sjúklingar eru sendir til útlanda og það má líka alltaf bæta skráningu. En þessar miklu ásakanir sem sérstaklega læknarnir urðu fyrir, þær eiga ekki við rök að styðjast hvað varðar meðferðina á Landspítalanum." Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Landspítalinn hefur nú lokið eigin rannsókn á aðkomu tveggja lækna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Þeir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson áttu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gengist undir barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð árið 2011. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti heimsathygli, en Andemariam lést rúmum tveimur árum síðar og hefur skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina verið rannsakaður í Svíþjóð vegna ásakana um vísindalegt misferli. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að í ljósi þeirrar staðreyndar að sjúklingurinn lá á Landspítalanum bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina hafi spítalinn séð sig knúinn til að ráðast í ítarlega rótargreiningu á málinu. Svona mál séu afar þungbær bæði sjúklingum og aðstandendum, en starfsfólki ekki síður. „Þetta mál var mjög sérstakt að því leyti að tveir af okkar færustu og farsælustu læknum urðu fyrir mjög alvarlegum ásökunum, meðal annars í fjölmiðlum í Svíþjóð. En niðurstaðan var í stuttu máli sú að læknum spítalans og starfsfólki spítalans tókst að bjarga lífi þessa sjúklings og síðan í framhaldi, með samvinnu við aðra, að lengja líf hans umfram það sem búast mátti við." Verklagsreglur vera bættar Þetta er í 17 sinn sem svo kölluð rótargreining er framkvæmd á Landspítalanum, að sögn Ólafs til að bæta öryggismenningu spítalans. Greiningin tók um tvo mánuði og var framkvæmd af tveimur starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem setið hafa námskeið hjá sérfræðingum frá bresku heilbrigðisþjónustunni. Markmiðið er að greina alvarleg vandamál sem koma upp í heilbrigðiskerfinu og finna rót vandans. Þótt engar athugasemdir séu gerðar við störf læknanna tveggja, og málið hafi því ekki frekari afleiðingar af hálfu Landspítalans, verður samt dreginn lærdómur af því að sögn Ólafs. „Lærdómurinn í þessu tilfelli er að við þurfum að bæta verklagsreglur þegar sjúklingar eru sendir til útlanda og það má líka alltaf bæta skráningu. En þessar miklu ásakanir sem sérstaklega læknarnir urðu fyrir, þær eiga ekki við rök að styðjast hvað varðar meðferðina á Landspítalanum."
Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53