Níu þingmenn hlýddu á hugvekju Siðmenntar um fulltrúalýðræði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2015 16:03 Sigurður Hólm Gunnarsson Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hélt í dag hugvekju í kjölfar þess að setning Alþingis fór fram í dag. Hefð hefur skapast fyrir því að þeir alþingismenn sem vilja geti sótt þessa athöfn. Alls hlýddu níu þingmenn úr fjórum þingflokkum á hugvekjuna sem Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hélt. Allur þingflokkur Pírata, ásamt þingmönnum frá Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hlýddu á hugvekjuna. Frá því á árinu 2011 hefur athöfnin verið haldin eftir að þingmenn koma frá þingsetningu. Að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, var því breytt vegna þess að þingmenn höfðu hug á því að geta mætt bæði í Dómkirkjuna og til Siðmenntar, en áður var hugvekjan haldin á sama tíma og þingmenn hlýddu á messu í Dómkirkjunni. Nanna Hlín, sem er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands hélt hugvekjuna að þessu sinni og nefnist hún Að standa fyrir fólkið. Einbeitti Nanna sér einkum að fulltrúarlýðræði og spurði áleitna spurninga. „Get ég yfirhöfuð talað fyrir hönd annarra? Í annarra manna nafni? Get ég nokkurn tímann fullkomlega skilið reynslu eða upplifanir annarra? Get ég kannski talað fyrir þá er standa mér næst – það fólk sem birtist öðrum á sama hátt og ég – er sett í sama félagslega flokkinn: Kona eða karl, svartur eða hvítur, gömul eða ung? Standa allir í raun jafnfætis í dag óháð þessum félagslegu flokkum?“ Hugvekjuna í heild sinni má lesa á vefsíðu Siðmenntar. Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hélt í dag hugvekju í kjölfar þess að setning Alþingis fór fram í dag. Hefð hefur skapast fyrir því að þeir alþingismenn sem vilja geti sótt þessa athöfn. Alls hlýddu níu þingmenn úr fjórum þingflokkum á hugvekjuna sem Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hélt. Allur þingflokkur Pírata, ásamt þingmönnum frá Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hlýddu á hugvekjuna. Frá því á árinu 2011 hefur athöfnin verið haldin eftir að þingmenn koma frá þingsetningu. Að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, var því breytt vegna þess að þingmenn höfðu hug á því að geta mætt bæði í Dómkirkjuna og til Siðmenntar, en áður var hugvekjan haldin á sama tíma og þingmenn hlýddu á messu í Dómkirkjunni. Nanna Hlín, sem er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands hélt hugvekjuna að þessu sinni og nefnist hún Að standa fyrir fólkið. Einbeitti Nanna sér einkum að fulltrúarlýðræði og spurði áleitna spurninga. „Get ég yfirhöfuð talað fyrir hönd annarra? Í annarra manna nafni? Get ég nokkurn tímann fullkomlega skilið reynslu eða upplifanir annarra? Get ég kannski talað fyrir þá er standa mér næst – það fólk sem birtist öðrum á sama hátt og ég – er sett í sama félagslega flokkinn: Kona eða karl, svartur eða hvítur, gömul eða ung? Standa allir í raun jafnfætis í dag óháð þessum félagslegu flokkum?“ Hugvekjuna í heild sinni má lesa á vefsíðu Siðmenntar.
Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira