Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2015 07:00 Þingmenn mættu aftur í Alþingishúsið í gær eftir sumarfrí. vísir/vilhelm „Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum. Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum.
Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23
Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent