Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:16 Forsvarsmenn BHM og meðlimir í samninganefndinni í Hæstarétti í morgun. Vísir/GVA Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það. Alþingi Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Sjá meira
Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það.
Alþingi Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Sjá meira