78 milljarðar í vaxtagreiðslur ríkisins: „Þetta er óásættanlegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 12:15 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. Vísir/Daníel Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.
Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira