Ásmundur hættur hjá Fylki | Hermann tekur við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júlí 2015 16:56 Vísir/Samsett mynd Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari Fylkis en það kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Hermann Hreiðarsson hafi tekið við sem þjálfari meistaraflokks karla. Hermann mun stýra liði Fylkis út leiktíðina að minnsta kosti. Staðan verður metin upp á nýtt að tímabilinu loknu að sögn Ásgeirs. „Þetta var niðurstaða stjórnar og meistaraflokksráðs karla. Það var ákveðið að samstarf okkar við Ásmund væri komið á endastöð. Við vildum gera breytingar,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Okkar væntingar eru klárlega meiri en gengi liðsins hefur verið í sumar,“ bætti hann við en síðasti leikur Fylkis undir stjórn Ásmundar var 4-0 tap liðsins gegn ÍBV í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina. Liðið er í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla með þrettán stig. „Hermann Hreiðarsson tekur við en Reynir Leósson verður áfram aðstoðarþjálfari og Kjartan Sturluson sömuleiðis sem markvarðaþjálfari,“ sagði Ásgeir sem játti því að félagið væri að líta í kringum sig varðandi það að styrkja leikmannahóp þess. „Við skoðum alla leikmenn, bæði íslenska sem erlenda. Það verður bara að koma í ljós með nýjum þjálfara,“ sagði formaðurinn. Ásgeir segir leiðinlegt að þurfa að skilja við Ásmund á þessum nótum. „Það er alltaf sorglegt þegar þetta þarf að enda á þennan máta. Ási er toppdrengur og við höfum staðið þétt við bakið á honum. Hans verður sárt saknað eftir þriggja og hálfs árs starf hjá Fylki. Þetta er öðlingsdrengur og samstarfið við hann hefur verið frábært.“ „Ásmundur sýndi þessu skilning, eins mikið og hægt er enda alltaf sárt þegar þetta verður niðurstaðan. Það væri óeðlilegt ef mönnum þætti það ekki erfitt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari Fylkis en það kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Hermann Hreiðarsson hafi tekið við sem þjálfari meistaraflokks karla. Hermann mun stýra liði Fylkis út leiktíðina að minnsta kosti. Staðan verður metin upp á nýtt að tímabilinu loknu að sögn Ásgeirs. „Þetta var niðurstaða stjórnar og meistaraflokksráðs karla. Það var ákveðið að samstarf okkar við Ásmund væri komið á endastöð. Við vildum gera breytingar,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Okkar væntingar eru klárlega meiri en gengi liðsins hefur verið í sumar,“ bætti hann við en síðasti leikur Fylkis undir stjórn Ásmundar var 4-0 tap liðsins gegn ÍBV í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina. Liðið er í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla með þrettán stig. „Hermann Hreiðarsson tekur við en Reynir Leósson verður áfram aðstoðarþjálfari og Kjartan Sturluson sömuleiðis sem markvarðaþjálfari,“ sagði Ásgeir sem játti því að félagið væri að líta í kringum sig varðandi það að styrkja leikmannahóp þess. „Við skoðum alla leikmenn, bæði íslenska sem erlenda. Það verður bara að koma í ljós með nýjum þjálfara,“ sagði formaðurinn. Ásgeir segir leiðinlegt að þurfa að skilja við Ásmund á þessum nótum. „Það er alltaf sorglegt þegar þetta þarf að enda á þennan máta. Ási er toppdrengur og við höfum staðið þétt við bakið á honum. Hans verður sárt saknað eftir þriggja og hálfs árs starf hjá Fylki. Þetta er öðlingsdrengur og samstarfið við hann hefur verið frábært.“ „Ásmundur sýndi þessu skilning, eins mikið og hægt er enda alltaf sárt þegar þetta verður niðurstaðan. Það væri óeðlilegt ef mönnum þætti það ekki erfitt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira