Fótbolti

„Svona lítur frá­bær á­kvörðun út“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ofurmeistarinn Højlund er ánægður með fyrsta bikarinn í bláa búningnum.
Ofurmeistarinn Højlund er ánægður með fyrsta bikarinn í bláa búningnum. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Rasmus Højlund vann til verðlauna í fyrsta sinn sem leikmaður Napoli í gærkvöldi og nýtti tækifærið til að senda fyrrum félagi sínu sneiðar.

Ítalíumeistarar Napoli unnu ítalska Ofurbikarinn í gærkvöldi með tveimur mörkum frá David Neres í 2-0 sigri gegn bikarmeisturum Bologna, í leik sem fór fram í Riyadh í Sádi-Arabíu.

Rasmus Højlund spilaði níutíu mínútur í fremstu víglínu Napoli og tók við Ofurbikarnum ásamt liðsfélögum sínum eftir leik.

Hann birti svo færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sést skælbrosandi og undirritað er: „Svona lítur frábær ákvörðun út.“

Danski framherjinn hefur skorað 7 mörk í 19 leikjum síðan hann gekk til liðs félagið að láni í sumar og fundið sig töluvert betur í bláa búningnum heldur en rauða litnum í Manchester.

Búist er við því að Napoli nýti sér kaupréttinn næsta sumar og geri varanlegan samning við Højlund, sem á síðustu tveimur tímabilum spilaði 62 leiki fyrir United og skoraði aðeins 14 mörk. Þar af aðeins fjögur á síðasta tímabili.

Højlund naut þó oft góðs trausts og var til dæmis í byrjunarliðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, sem United tapaði gegn Tottenham á síðasta tímabili. Hann var einnig hluti af liðinu sem vann FA bikarinn tímabilið áður en kom inn á sem varamaður í úrslitaleiknum gegn City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×