Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 09:33 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum en hún átti magnað tímabil með 23 mörk í aðeins 22 leikjum. Það var ekki nóg að skora 23 mörk í Bestu deildinni til þess að komast í íslenska landsliðið og markmið markadrottningarinnar varð því að engu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti magnað tímabil hér heima þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Breiðabliksliðinu og markadrottning Bestu deildarinnar með 23 mörk í aðeins 22 leikjum. Berglind Björg er í viðtali í bókinni Íslensk knattspyrna sem er komin út í 45. skiptið. Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar í rúma fjóra áratugi, ræddi við Berglindi í tilefni af hennar þriðja Íslandsmeistaratitli og þriðja markakóngstitli. Farið var yfir endalokin hjá Val, skiptin til Breiðabliks, langan og farsælan feril en í lok viðtalsins var komið að því að ræða íslenska landsliðið. Berglind hefur skorað 12 mörk í 72 landsleikjum og segir að EM 2022 sé tvímælalaust hápunkturinn á landsliðsferlinum. Forsíða bókarinnar í ár. Hún fékk ekki að fara á annað Evrópumót í sumar þrátt fyrir að raða inn mörkum í Bestu deildinni. Hún lék síðast með landsliðinu árið 2023 en stefndi á að komast aftur í hópinn á árinu 2025. Velgengnin með Breiðabliki dugði þó ekki til þess. Landsliðið var markmiðið „Markmiðið fyrir tímabilið 2025 var að komast aftur í landsliðið. Ég settist niður með Nik og stjórn Breiðabliks fyrir tímabilið og sagði áður en ég skrifaði undir samninginn að ég ætlaði að koma til baka, sýna mitt rétta andlit hjá Breiðabliki og komast aftur í landsliðið. Það hvatti mig áfram allt sumarið, ég vonaði að mörkin kæmu mér þangað - en þau dugðu ekki til,“ sagði Berglind Björg. „Ég held að þetta sé því búið spil hvað landsliðið varðar, því miður. Fyrst Steini valdi mig ekki í ár, veit ég ekki hvenær hann ætti að gera það. Það hefði verið gaman að heyra frá honum - og hann hefði alveg mátt segja mér að ég væri ekki inni í myndinni því hann hefur eflaust heyrt í fjölmiðlum að mig langaði aftur í landsliðið. En ef það er ekki möguleiki, þá er það bara svoleiðis. Ég reyni að halda áfram að sanna mig á vellinum og svo sjáum við til,“ sagði Berglind. Berglind fagnar hér titlinum með liðsfélaga sínum Heiðu Ragney Viðarsdóttur sem verður ekki áfram með Blikum.Vísir/Ernir Geggjuð ráðning Berglind, sem er 33 ára, framlengdi samning sinn bara um eitt ár en það var þó ekki vegna þess að hún væri óviss með næsta þjálfara liðsins. „Á þessum aldri er ekki hægt að skuldbinda sig í tvö eða þrjú ár, ég held að leikmenn yfir þrítugu fái hvort eð er ekki meira en eins árs samning. Svo er lan Jeffs kominn sem nýr þjálfari, sem er geggjuð ráðning. Hann var aðstoðarþjálfari landsliðsins, er góður þjálfari og góður maður í öllum samskiptum. Ekkert vesen á honum, enda Eyjamaður eins og ég,“ sagði Berglind. Berglind er komin með 164 mörk í efstu deild og er orðin fjórða markahæst frá upphafi. Það eru sautján mörk upp í þriðja sætið en meira en hundrað mörk í markametið þar sem Olga Færseth skoraði 269 mörk á sínum tíma. Komin út 45. árið í röð Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eiga engan sinn líka í heiminum og hann hefur skrifað þessa árlegu árbók íslenskrar knattspyrnu frá og með árinu 1982. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur komið út í 45 ár í röð (frá 1981) því ein bók kom út áður en Víðir kom inn. Hann hefur skrifað hana einn frá og með árinu 1983. Bókin í ár er 304 blaðsíður. Þar finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum, og einn af styrkleikum hennar er að Víðir skrifar bókina jafnóðum og atburðirnir gerast. Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti magnað tímabil hér heima þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Breiðabliksliðinu og markadrottning Bestu deildarinnar með 23 mörk í aðeins 22 leikjum. Berglind Björg er í viðtali í bókinni Íslensk knattspyrna sem er komin út í 45. skiptið. Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar í rúma fjóra áratugi, ræddi við Berglindi í tilefni af hennar þriðja Íslandsmeistaratitli og þriðja markakóngstitli. Farið var yfir endalokin hjá Val, skiptin til Breiðabliks, langan og farsælan feril en í lok viðtalsins var komið að því að ræða íslenska landsliðið. Berglind hefur skorað 12 mörk í 72 landsleikjum og segir að EM 2022 sé tvímælalaust hápunkturinn á landsliðsferlinum. Forsíða bókarinnar í ár. Hún fékk ekki að fara á annað Evrópumót í sumar þrátt fyrir að raða inn mörkum í Bestu deildinni. Hún lék síðast með landsliðinu árið 2023 en stefndi á að komast aftur í hópinn á árinu 2025. Velgengnin með Breiðabliki dugði þó ekki til þess. Landsliðið var markmiðið „Markmiðið fyrir tímabilið 2025 var að komast aftur í landsliðið. Ég settist niður með Nik og stjórn Breiðabliks fyrir tímabilið og sagði áður en ég skrifaði undir samninginn að ég ætlaði að koma til baka, sýna mitt rétta andlit hjá Breiðabliki og komast aftur í landsliðið. Það hvatti mig áfram allt sumarið, ég vonaði að mörkin kæmu mér þangað - en þau dugðu ekki til,“ sagði Berglind Björg. „Ég held að þetta sé því búið spil hvað landsliðið varðar, því miður. Fyrst Steini valdi mig ekki í ár, veit ég ekki hvenær hann ætti að gera það. Það hefði verið gaman að heyra frá honum - og hann hefði alveg mátt segja mér að ég væri ekki inni í myndinni því hann hefur eflaust heyrt í fjölmiðlum að mig langaði aftur í landsliðið. En ef það er ekki möguleiki, þá er það bara svoleiðis. Ég reyni að halda áfram að sanna mig á vellinum og svo sjáum við til,“ sagði Berglind. Berglind fagnar hér titlinum með liðsfélaga sínum Heiðu Ragney Viðarsdóttur sem verður ekki áfram með Blikum.Vísir/Ernir Geggjuð ráðning Berglind, sem er 33 ára, framlengdi samning sinn bara um eitt ár en það var þó ekki vegna þess að hún væri óviss með næsta þjálfara liðsins. „Á þessum aldri er ekki hægt að skuldbinda sig í tvö eða þrjú ár, ég held að leikmenn yfir þrítugu fái hvort eð er ekki meira en eins árs samning. Svo er lan Jeffs kominn sem nýr þjálfari, sem er geggjuð ráðning. Hann var aðstoðarþjálfari landsliðsins, er góður þjálfari og góður maður í öllum samskiptum. Ekkert vesen á honum, enda Eyjamaður eins og ég,“ sagði Berglind. Berglind er komin með 164 mörk í efstu deild og er orðin fjórða markahæst frá upphafi. Það eru sautján mörk upp í þriðja sætið en meira en hundrað mörk í markametið þar sem Olga Færseth skoraði 269 mörk á sínum tíma. Komin út 45. árið í röð Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eiga engan sinn líka í heiminum og hann hefur skrifað þessa árlegu árbók íslenskrar knattspyrnu frá og með árinu 1982. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur komið út í 45 ár í röð (frá 1981) því ein bók kom út áður en Víðir kom inn. Hann hefur skrifað hana einn frá og með árinu 1983. Bókin í ár er 304 blaðsíður. Þar finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum, og einn af styrkleikum hennar er að Víðir skrifar bókina jafnóðum og atburðirnir gerast.
Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira