Juncker bauð Grikkjum upp á neyðarfund í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2015 13:58 Ef Grikkir greiða ekki afborgun á láni sínu hjá AGS fyrir miðnætti yrði það í fyrsta skipti sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum við sjóðinn. vísir/afp Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast. Grikkland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast.
Grikkland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira