„Lágkúra“ og „ódrengskapur“ á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2015 14:56 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira