Gömlu stjórnmálin fá rautt ljós Haukur Arnþórsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun