Gömlu stjórnmálin fá rautt ljós Haukur Arnþórsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun