Einar K.: Halldór var afkastamaður og ósérhlífinn, glöggskyggn og sanngjarn Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2015 14:04 Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum. Vísir/Stefán/Norden Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, minntist Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Halldór lést í gær. Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum, ekki aðeins meðal flokksmanna sinna, heldur langt út fyrir raðir þeirra. „Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á efnahags- og atvinnumálum og þótti stefnufastur stjórnmálamaður og var stundum líkt við klett í hafi.“ Einar sagði að í dagfari sínu hafi Halldór verið hægur og yfirvegaður og farið vel með sitt mikla skap og kappsemi. „Hann var hlýr í viðmóti, drenglundaður og vinur vina sinna. Þótt alvörugefinn væri var jafnan stutt í glensið og hann hafði gaman af því að gleðjast með mönnum þegar honum þótti það við eiga.“ Einar hélt áfram og sagði að það hafi einkennt störf Halldórs mest á farsælum ferli hans í stjórnmálum að hann hafi verið afkastamaður og ósérhlífinn, en jafnframt óvenjulega glöggskyggn og sanngjarn. „Sem foringi var hann óvílinn og tók af skarið þótt mál væru umdeild. Þeir sem þekktu og unnu með Halldóri Ásgrímssyni hér á Alþingi og í ríkisstjórn sakna nú góðs vinar og öflugs samstarfsmanns sem alltaf var hægt að treysta. Við hið óvænta og ótímabæra fráfall Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á þjóðin að baki að sjá einum helsta stjórnmálaforingja sínum um áratugaskeið.“ Að lokum bað Einar K. þingheim að minnast Halldórs Ásgrímssonar með því að rísa úr sætum. Alþingi Tengdar fréttir Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12 „Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, minntist Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Halldór lést í gær. Forseti þingsins rakti stjórnmálaferil Halldórs og sagði hann hafa aflað sér mikils trausts á fyrstu þingmannsárum sínum, ekki aðeins meðal flokksmanna sinna, heldur langt út fyrir raðir þeirra. „Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á efnahags- og atvinnumálum og þótti stefnufastur stjórnmálamaður og var stundum líkt við klett í hafi.“ Einar sagði að í dagfari sínu hafi Halldór verið hægur og yfirvegaður og farið vel með sitt mikla skap og kappsemi. „Hann var hlýr í viðmóti, drenglundaður og vinur vina sinna. Þótt alvörugefinn væri var jafnan stutt í glensið og hann hafði gaman af því að gleðjast með mönnum þegar honum þótti það við eiga.“ Einar hélt áfram og sagði að það hafi einkennt störf Halldórs mest á farsælum ferli hans í stjórnmálum að hann hafi verið afkastamaður og ósérhlífinn, en jafnframt óvenjulega glöggskyggn og sanngjarn. „Sem foringi var hann óvílinn og tók af skarið þótt mál væru umdeild. Þeir sem þekktu og unnu með Halldóri Ásgrímssyni hér á Alþingi og í ríkisstjórn sakna nú góðs vinar og öflugs samstarfsmanns sem alltaf var hægt að treysta. Við hið óvænta og ótímabæra fráfall Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á þjóðin að baki að sjá einum helsta stjórnmálaforingja sínum um áratugaskeið.“ Að lokum bað Einar K. þingheim að minnast Halldórs Ásgrímssonar með því að rísa úr sætum.
Alþingi Tengdar fréttir Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12 „Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. 19. maí 2015 12:30
Halldór Ásgrímsson látinn Lést 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir hjartaáfall. 19. maí 2015 06:12
„Réttsýnn, velviljaður og vinnusamur maður“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minnist Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, í kveðju á vef forsætisráðuneytisins. 19. maí 2015 13:42