Fjármálaráðherra rífst við fyrrverandi ritstjóra á Facebook Bjarki Ármannsson skrifar 1. maí 2015 15:13 Mikael Torfason og Bjarni Benediktsson. Vísir/Stefán/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015 Borgunarmálið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015
Borgunarmálið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira