Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2025 15:00 Kristín l Pálsdóttir Framkvæmdarstjóri Rótarinnar. Vísir/Bjarni Nýtt húsnæði Konukots mun breyta miklu fyrir konurnar sem þangað sækja að sögn framkvæmdastjóra Rótarinnar. Aðsókn hefur verið yfir meðallagi í haust og húsið stundum yfirfullt. Borgarstjóri opnaði húsnæðið við Ármúla við athöfn í gær. Vonir standa til þess að hægt verði að opna nýtt Konukot sem allra fyrst. Borgarstjóri opnaði húsnæðið í Ármúla í gær við athöfn, en enn á þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum að sögn Kristínar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Rótarinnar, sem rekur Konukot samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Kristín segir að nýtt húsnæði breyti miklu fyrir þær konur sem þangað sækja. „Þetta er miklu betri aðstaða fyrir konurnar að vera með fleiri herbergi. Í gamla Konukoti voru tvö herbergi þar sem sváfu fjórar konur og svo var hinum dreift um húsið. Þannig að núna erum við með fjögur þriggja manna herbergi.“ Konurnar hafi því meira rými auk þess sem aðstaðan sé betri. „Það er lokuð setustofa, sjónvarpsstofa, og líka hægt að sitja í borðstofunni,“ segir Kristín. „Svo verðum við með aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustu sem fór af stað hjá okkur í apríl, sem er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.“ Húsnæðið er lokað á milli klukkan tíu og fimm þar sem um neyðarskýli er að ræða. Plássin verða jafn mörg, eða tólf, enda er markmiðið til lengri tíma að minnka þörfina fyrir neyðarskýli. Mikil aðsókn hefur verið í Konukot í haust. „Oft fleiri en tólf konur og við höfum fengið, held ég, allt upp í sextán konur. Þó að við séum ekki með rúm fyrir svo margar, þá erum við með svona lazyboy-stóla og björgum alltaf málinu af því að við vísum aldrei konum frá.“ Á hæðinni fyrir ofan Konukot verður nýtt tímabundið húsnæði sem Reykjavíkurborg mun reka. Þar verða sex pláss og er hugsað til lengri dvalar á meðan konur eru að taka fyrstu skrefin úr heimilisleysi. Það er annað slíka tímabundna húsnæðið sem borgin opnar, en það fyrra var opnað fyrir tveimur árum og er fyrir karla. Kristín telur þurfa fleiri slík úrræði þar sem konur geti verið allan sólarhringinn. „Hér á árum áður var, þá var svolítið horft fram hjá þörfum kvenna. Reykjavíkurborg hefur sett fókus á það að, að hérna, mikilvægi þess að þær séu á öruggum stað. Þær eru oft í erfiðari stöðu en karlarnir,“ segir Kristín. Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að opna nýtt Konukot sem allra fyrst. Borgarstjóri opnaði húsnæðið í Ármúla í gær við athöfn, en enn á þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum að sögn Kristínar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Rótarinnar, sem rekur Konukot samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Kristín segir að nýtt húsnæði breyti miklu fyrir þær konur sem þangað sækja. „Þetta er miklu betri aðstaða fyrir konurnar að vera með fleiri herbergi. Í gamla Konukoti voru tvö herbergi þar sem sváfu fjórar konur og svo var hinum dreift um húsið. Þannig að núna erum við með fjögur þriggja manna herbergi.“ Konurnar hafi því meira rými auk þess sem aðstaðan sé betri. „Það er lokuð setustofa, sjónvarpsstofa, og líka hægt að sitja í borðstofunni,“ segir Kristín. „Svo verðum við með aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustu sem fór af stað hjá okkur í apríl, sem er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.“ Húsnæðið er lokað á milli klukkan tíu og fimm þar sem um neyðarskýli er að ræða. Plássin verða jafn mörg, eða tólf, enda er markmiðið til lengri tíma að minnka þörfina fyrir neyðarskýli. Mikil aðsókn hefur verið í Konukot í haust. „Oft fleiri en tólf konur og við höfum fengið, held ég, allt upp í sextán konur. Þó að við séum ekki með rúm fyrir svo margar, þá erum við með svona lazyboy-stóla og björgum alltaf málinu af því að við vísum aldrei konum frá.“ Á hæðinni fyrir ofan Konukot verður nýtt tímabundið húsnæði sem Reykjavíkurborg mun reka. Þar verða sex pláss og er hugsað til lengri dvalar á meðan konur eru að taka fyrstu skrefin úr heimilisleysi. Það er annað slíka tímabundna húsnæðið sem borgin opnar, en það fyrra var opnað fyrir tveimur árum og er fyrir karla. Kristín telur þurfa fleiri slík úrræði þar sem konur geti verið allan sólarhringinn. „Hér á árum áður var, þá var svolítið horft fram hjá þörfum kvenna. Reykjavíkurborg hefur sett fókus á það að, að hérna, mikilvægi þess að þær séu á öruggum stað. Þær eru oft í erfiðari stöðu en karlarnir,“ segir Kristín.
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira