Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 12:44 Net internet netöryggi tölva Getty Töluverður fjöldi rekstraraðila svokallaðra „krítískra innviða“ uppfyllir ekki lágmarkskröfur netöryggislaga, samkvæmt nýju mati Fjarskiptastofu á stofnunum og fyrirtækjum. Stofnunin hefur skilað inn greinargerð til innviðaráðuneytisins um úrbætur. Þetta eru niðurstöður svokallaðs sjálfsmats rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu. Matið var unnið á grundvelli netöryggislaga sem tóku gildi á Íslandi í september 2020 eftir að NIS-Evróputilskipunin um netöryggi var innleidd. Lögin ná yfir 68 tilnefnda rekstraraðila mikilvægrar þjónustu. Þetta eru fyrirtæki og stofnanir sem teljast „krítískir innviðir“, svo sem fjarskipti, orka, samgöngur, heilbrigðisþjónusta o.fl. Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu í samtali við Vísi að sjálfsmatið veiti stjórnvöldum í fyrsta sinn mælanlega og samanburðarhæfa yfirsýn yfir alla helstu netinnviði landsins. Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu.FST „Við erum fimm árum eftir gildistöku laganna og þetta er staðan: Talsverður hluti þessara rekstraraðila er ekki að ná þeim viðmiðum sem Fjarskiptastofa setur,“ segir Unnur Kristín. Hún vill þó ekki gefa upp hvaða rekstraraðilar standi sig ekki í stykkinu, eða hvers vegna, þar sem það geti beinlínis ógnað innviðum og þjóðaröryggi. Þjónusta gjarnan sótt til þriðju aðila Unnur segir að stofnunin hafi aftur á móti skilað ítarlegum niðurstöðuskýrslum til allra eftirlitsstjórnvalda og niðurstöðubréfum til rekstraraðila. Eftirlitsstjórnvöldin eru, auk Fjarskiptastofu, Embætti landlæknis, Seðlabanki, Samgöngustofa og Umhverfis- og orkustofnun, og sinnir hver stofnun sínu sviði. Unnur bendir á að netárásir hafi á undanförnum árum færst í aukana og orðið flóknari. Stafræn þjónusta og kerfi verða sífellt flóknari, einkum þar sem einn rekstraraðili noti gjarnan þjónustu frá þriðju aðilum. „Þannig að bæði þjónustan og samsetningin á henni er að aukast með fleiri fyrirtækjum eða þjónustuaðilum, sem eykur kannski árásarflöt.“ Mikið verkefni að uppfylla kröfurnar Lögin sem um ræðir gera kröfu um að innleiða þurfi svokallaða áhættustýringu fyrir netöryggi, sem er umtalsvert verkefni. „Í því felst að þú þarft að tilgreina allar þínar mikilvægu eignir og þú þarft að áhættumeta þau með formlegum og reglubundnum hætti. Þú þarft að velja þér mismunandi öryggisráðstafanir fyrir allar þær áhættur sem steðja að þínum rekstri og innleiða þær og hafa virkt utanumhald um þær,“ útskýrir Unnur og heldur svo upptalningunni áfram: „Þú þarft að hafa ákveðið agaferli ef eitthvað kemur upp. Þarna er líka inni áhættumat á þínum þjónustuaðilum og birgjum og allt öryggi birgjakeðjunnar í rauninni. Þarna eru líka bara kerfislægar stýringar eins og aðgangsheimildir inn í kerfin, afgreining og aðskilnaður á milli kerfa, eldveggir og annað slíkt, allar þessar tæknilegu ráðstafanir.“ Þá þurfi samkvæmt þessu einnig að innleiða svokallaða breytingastjórnun svo yfirsýn sé á því hvenær stýrikerfi er t.d. uppfært. „Stjórnarráðið, margar opinberar stofnanir, lykilaðilar eins og Auðkenni eða Stafrænt Ísland og annað slíkt. Þetta eru aðilar sem eru ekki í þessum hópi,“ segir Unnur. Það muni þó líklega breytast ef ný NIS-Evróputilskipun, sem ber það einfalda NIS2, verði innleidd á Íslandi. Netöryggi Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Þetta eru niðurstöður svokallaðs sjálfsmats rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu. Matið var unnið á grundvelli netöryggislaga sem tóku gildi á Íslandi í september 2020 eftir að NIS-Evróputilskipunin um netöryggi var innleidd. Lögin ná yfir 68 tilnefnda rekstraraðila mikilvægrar þjónustu. Þetta eru fyrirtæki og stofnanir sem teljast „krítískir innviðir“, svo sem fjarskipti, orka, samgöngur, heilbrigðisþjónusta o.fl. Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu í samtali við Vísi að sjálfsmatið veiti stjórnvöldum í fyrsta sinn mælanlega og samanburðarhæfa yfirsýn yfir alla helstu netinnviði landsins. Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu.FST „Við erum fimm árum eftir gildistöku laganna og þetta er staðan: Talsverður hluti þessara rekstraraðila er ekki að ná þeim viðmiðum sem Fjarskiptastofa setur,“ segir Unnur Kristín. Hún vill þó ekki gefa upp hvaða rekstraraðilar standi sig ekki í stykkinu, eða hvers vegna, þar sem það geti beinlínis ógnað innviðum og þjóðaröryggi. Þjónusta gjarnan sótt til þriðju aðila Unnur segir að stofnunin hafi aftur á móti skilað ítarlegum niðurstöðuskýrslum til allra eftirlitsstjórnvalda og niðurstöðubréfum til rekstraraðila. Eftirlitsstjórnvöldin eru, auk Fjarskiptastofu, Embætti landlæknis, Seðlabanki, Samgöngustofa og Umhverfis- og orkustofnun, og sinnir hver stofnun sínu sviði. Unnur bendir á að netárásir hafi á undanförnum árum færst í aukana og orðið flóknari. Stafræn þjónusta og kerfi verða sífellt flóknari, einkum þar sem einn rekstraraðili noti gjarnan þjónustu frá þriðju aðilum. „Þannig að bæði þjónustan og samsetningin á henni er að aukast með fleiri fyrirtækjum eða þjónustuaðilum, sem eykur kannski árásarflöt.“ Mikið verkefni að uppfylla kröfurnar Lögin sem um ræðir gera kröfu um að innleiða þurfi svokallaða áhættustýringu fyrir netöryggi, sem er umtalsvert verkefni. „Í því felst að þú þarft að tilgreina allar þínar mikilvægu eignir og þú þarft að áhættumeta þau með formlegum og reglubundnum hætti. Þú þarft að velja þér mismunandi öryggisráðstafanir fyrir allar þær áhættur sem steðja að þínum rekstri og innleiða þær og hafa virkt utanumhald um þær,“ útskýrir Unnur og heldur svo upptalningunni áfram: „Þú þarft að hafa ákveðið agaferli ef eitthvað kemur upp. Þarna er líka inni áhættumat á þínum þjónustuaðilum og birgjum og allt öryggi birgjakeðjunnar í rauninni. Þarna eru líka bara kerfislægar stýringar eins og aðgangsheimildir inn í kerfin, afgreining og aðskilnaður á milli kerfa, eldveggir og annað slíkt, allar þessar tæknilegu ráðstafanir.“ Þá þurfi samkvæmt þessu einnig að innleiða svokallaða breytingastjórnun svo yfirsýn sé á því hvenær stýrikerfi er t.d. uppfært. „Stjórnarráðið, margar opinberar stofnanir, lykilaðilar eins og Auðkenni eða Stafrænt Ísland og annað slíkt. Þetta eru aðilar sem eru ekki í þessum hópi,“ segir Unnur. Það muni þó líklega breytast ef ný NIS-Evróputilskipun, sem ber það einfalda NIS2, verði innleidd á Íslandi.
Netöryggi Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira