Alþingi eða gaggó? Valgerður Árnadóttir skrifar 5. maí 2015 10:06 Ég er að ala upp ungling og það vita allir sem það hafa reynt að það tekur oft á, skilningur margra unglinga á heiminn er takmarkaður og sjálfmiðaður og nær ekki langt útfyrir eigin rass.Eftir því sem ég rekst á fleiri misskilninga og takmarkanir í skilningi unglingsins míns, þeim mun meira finnst mér átök mín líkjast þeim sem almenningur á við ríkisstjórnina þessa dagana. Segjum að við færum í frí í nokkrar vikur og létum unglingnum í té ábyrgðina fyrir heimilinu og yngri systkinunum, hvernig færi það? Unglingurinn fengi vissa upphæð til að dekka útgjöld, myndi hann fara skynsamlega með þann pening? Hann fengi plan til að framfylgja varðandi þrif og annað, færi hann eftir því? Er hægt að ætlast til þess að manneskja sem aldrei hefur dýft hendi í skúringafötu fari að skúra? Er líklegt að unglingurinn kaupi hollan mat og eldi handa yngri systkinum eða fer hann og kaupir örbylgjupizzur og eyðir rest í gos og snakk handa sér og félögunum? Það veit hvert foreldri að ef hann skilur ungling eftir heima með ábyrgðina að hann má ekki búast við miklu, hann kemur líklega heim í klístrað gólf, kúgfullan þvottastamp og skítug börn í sykursjokki. En þó treysti ég unglingnum mínum frekar fyrir heimilinu heldur en núverandi ríkisstjórn. Önnur líkindi með unglingi og núverandi ríkisstjórn er vinsældakeppnin, það skiptir mestu máli að vera vinsæll og passa inn í hópinn sem manni finnst kúl, hópþrýstingurinn er gífurlegur og eldri krakkarnir sem litið er upp til geta fengið krakkann sem dáir þá til að gera tóma vitleysu, hann fær kjörið tækifæri til að halda flottasta partýið þegar mamma og pabbi eru ekki heima. Þar sem hann er líka með óvænt peningaforráð þá er lítið mál að lána (eða gefa) vinunum pening fyrir veigum og því sem hugurinn girnist. Unglingurinn hefur voða litlar áhyggjur af því að vasapeningurinn klárist því mamma og pabbi hafa alltaf reddað málum, það er á þeirra ábyrgð að vinna fyrir heimilinu og sjá fyrir börnunum. Afhverju ættum við að búast við að ráðamenn þessarar þjóðar skilji kröfur launafólks þegar þeir sjálfir hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af næstu mánaðamótum? Hvernig getum við ætlast til þess að þeir skilji hvernig það er að vera fastur í skuldafangelsi með íbúðalán langt yfir sölumati og þurfa taka afleiðingum þess þegar það tíðkast í þeirra röðum að afskrifa skuldir hvors annars. Þeirra prívat og persónulega kennitala verður aldrei ónýt því þeir passa sig á að félög í þeirra eigu taki skellinn en ekki þeir sjálfir. Þeir eru snillingar í að færa tölur hingað og þangað en aldrei lækkar upphæðin á eigin útgjaldareikning og aldrei er hætta á því að þeir missi heimili sín eða að börnin þeirra fái ekki að borða. Ég veit ekki með ykkur en ég er búin að fá nóg af þessum ungling, að halda honum uppi þar sem hann gerir ekkert fyrir mig annað en að heimta meiri vasapening og flottustu merkjafötin án þess að þurfa lyfta fingri, það er kominn tími til að reka hann að heiman og láta hann læra á lífið, vinna fyrir sér og borga reikninga. Síðustu kosningar eru klassískt dæmi þess að vinsælu krakkarnir lofuðu að bjóða lúðunum í flottu partýin og lúðarnir trúðu því, það vilja allir vera með, vera töff og kúl, en vinsælu krakkarnir sviku þessi loforð, ekki séns að þau vildu hafa þessa lúða í partýinu þegar vinsældakosningin var unnin og þeir orðnir „Prom Kings“. Því miður er það nú svo að gott og frambærilegt fólk forðast að fara í stjórnmál því það er komið yfir það að vera í gaggó, það nennir ekki þessum skrípaleik, en ég vona og biðla til ykkar sem vitið að þið gætuð gert þetta betur að láta að ykkur kveða, við þurfum að breyta þessu öllu og gera krökkunum sem sitja inni á þingi grein fyrir að þau eru fallinn, þau stóðust ekki prófin og eru rekin.P.S. Til unglinganna sem þetta lesa, ég er alls ekki að setja út á ykkur, þetta er bara myndlíking, ef þið eruð sjálfhverf núna þá er það bara þroskastig og mestar líkur að þið vaxið uppúr því þó ekki geri það allir eins og dæmin sanna.Vil mæla með því við alla unglinga og fullorðna að þið hugið að framtíðinni ykkar strax í dag og skrifið undir þetta, takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Valgerður Árnadóttir Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég er að ala upp ungling og það vita allir sem það hafa reynt að það tekur oft á, skilningur margra unglinga á heiminn er takmarkaður og sjálfmiðaður og nær ekki langt útfyrir eigin rass.Eftir því sem ég rekst á fleiri misskilninga og takmarkanir í skilningi unglingsins míns, þeim mun meira finnst mér átök mín líkjast þeim sem almenningur á við ríkisstjórnina þessa dagana. Segjum að við færum í frí í nokkrar vikur og létum unglingnum í té ábyrgðina fyrir heimilinu og yngri systkinunum, hvernig færi það? Unglingurinn fengi vissa upphæð til að dekka útgjöld, myndi hann fara skynsamlega með þann pening? Hann fengi plan til að framfylgja varðandi þrif og annað, færi hann eftir því? Er hægt að ætlast til þess að manneskja sem aldrei hefur dýft hendi í skúringafötu fari að skúra? Er líklegt að unglingurinn kaupi hollan mat og eldi handa yngri systkinum eða fer hann og kaupir örbylgjupizzur og eyðir rest í gos og snakk handa sér og félögunum? Það veit hvert foreldri að ef hann skilur ungling eftir heima með ábyrgðina að hann má ekki búast við miklu, hann kemur líklega heim í klístrað gólf, kúgfullan þvottastamp og skítug börn í sykursjokki. En þó treysti ég unglingnum mínum frekar fyrir heimilinu heldur en núverandi ríkisstjórn. Önnur líkindi með unglingi og núverandi ríkisstjórn er vinsældakeppnin, það skiptir mestu máli að vera vinsæll og passa inn í hópinn sem manni finnst kúl, hópþrýstingurinn er gífurlegur og eldri krakkarnir sem litið er upp til geta fengið krakkann sem dáir þá til að gera tóma vitleysu, hann fær kjörið tækifæri til að halda flottasta partýið þegar mamma og pabbi eru ekki heima. Þar sem hann er líka með óvænt peningaforráð þá er lítið mál að lána (eða gefa) vinunum pening fyrir veigum og því sem hugurinn girnist. Unglingurinn hefur voða litlar áhyggjur af því að vasapeningurinn klárist því mamma og pabbi hafa alltaf reddað málum, það er á þeirra ábyrgð að vinna fyrir heimilinu og sjá fyrir börnunum. Afhverju ættum við að búast við að ráðamenn þessarar þjóðar skilji kröfur launafólks þegar þeir sjálfir hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af næstu mánaðamótum? Hvernig getum við ætlast til þess að þeir skilji hvernig það er að vera fastur í skuldafangelsi með íbúðalán langt yfir sölumati og þurfa taka afleiðingum þess þegar það tíðkast í þeirra röðum að afskrifa skuldir hvors annars. Þeirra prívat og persónulega kennitala verður aldrei ónýt því þeir passa sig á að félög í þeirra eigu taki skellinn en ekki þeir sjálfir. Þeir eru snillingar í að færa tölur hingað og þangað en aldrei lækkar upphæðin á eigin útgjaldareikning og aldrei er hætta á því að þeir missi heimili sín eða að börnin þeirra fái ekki að borða. Ég veit ekki með ykkur en ég er búin að fá nóg af þessum ungling, að halda honum uppi þar sem hann gerir ekkert fyrir mig annað en að heimta meiri vasapening og flottustu merkjafötin án þess að þurfa lyfta fingri, það er kominn tími til að reka hann að heiman og láta hann læra á lífið, vinna fyrir sér og borga reikninga. Síðustu kosningar eru klassískt dæmi þess að vinsælu krakkarnir lofuðu að bjóða lúðunum í flottu partýin og lúðarnir trúðu því, það vilja allir vera með, vera töff og kúl, en vinsælu krakkarnir sviku þessi loforð, ekki séns að þau vildu hafa þessa lúða í partýinu þegar vinsældakosningin var unnin og þeir orðnir „Prom Kings“. Því miður er það nú svo að gott og frambærilegt fólk forðast að fara í stjórnmál því það er komið yfir það að vera í gaggó, það nennir ekki þessum skrípaleik, en ég vona og biðla til ykkar sem vitið að þið gætuð gert þetta betur að láta að ykkur kveða, við þurfum að breyta þessu öllu og gera krökkunum sem sitja inni á þingi grein fyrir að þau eru fallinn, þau stóðust ekki prófin og eru rekin.P.S. Til unglinganna sem þetta lesa, ég er alls ekki að setja út á ykkur, þetta er bara myndlíking, ef þið eruð sjálfhverf núna þá er það bara þroskastig og mestar líkur að þið vaxið uppúr því þó ekki geri það allir eins og dæmin sanna.Vil mæla með því við alla unglinga og fullorðna að þið hugið að framtíðinni ykkar strax í dag og skrifið undir þetta, takk!
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun