„Gjörsamlega átti salinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2015 21:00 „Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015 Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015
Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira