Pírati fékk ekki tækifæri til að svara Anna Guðjónsdóttir skrifar 22. apríl 2015 17:20 Jón Þór, þingmaður Pírata, segir aðfarir þingvarðar réttlætanlegar. Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi. Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi.
Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira