Sigmundur ætlar ekki að afhenda leyniskýrslurnar í bili Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2015 14:19 Birgitta spurði Sigmund hvort ekki væri tilefni til að hann afhendi þingnefndum leyniskýrslur kröfuhafa ef hann hefur þær undir höndum. Sigmundur sagði lítið mál fyrir þingmenn að nálgast þær. Vísir/Valli/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur eðlilegast að þeir sem skrifuðu leyniskýrslurnar fyrir fulltrúa kröfuhafa verði beðnir um að afhenda þær. Þetta var svar ráðherrans við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, sem spurði Sigmund Davíð á Alþingi í dag hvort honum þætti tilefni til að afhenda leyniskýrslurnar sem hann vitnaði í á landsþingi Framsóknarmanna. Á landsþinginu sagðist Sigmundur Davíð hafa lesið þessar leynisýrslur og sagði fulltrúa kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um málefni kröfuhafa. Sagði hann einnig að í sumum tilfellum hefðu verið gerðar sálgreiningar á þessum aðilum svo kröfuhafarnir gætu áttað sig á því hvernig best sé að eiga við þá. Þá las Sigmundur upp tilvitnun um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni. Síðar kom í ljós að þessi tilvitnun er úr fréttabréfi sem kröfuhafar fá reglulega frá Einari Karli Haraldssyni, almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis en umsöngin um Framsóknarflokkinn er úr pistli eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra.Sjá einnig:Slitastjórnir og kröfuhafar kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Birgitta sagði ljóst að eitthvað af þessum upplýsingum væru úr fréttabréfi Einars Karls en fyrst Sigmundur Davíð hefði undir höndum margumræddar leyniskýrslur spurði hún hvort honum þætti tilefni til að afhenda þær þingnefndum svo fjalla megi um þær innan Alþingis.Sagði auðvelt að leita eftir þessum gögnum Sigmundur svaraði því að hann teldi æskilegt að þingnefnd og raunar sem flestir kynntu sér efni þessara skýrslna. „Þó að sumar þeirra séu kyrfilega merktar „Confidential“ þá held ég að þetta eigi erindi við þingmenn sem eru að meta þessi mál og við hvað er að fást,“ svaraði Sigmundur. Hann sagðist telja æskilegt að menn yrðu sér úti um þessi gögn. „Og það ætti ekki að vera mikið vandamál enda eins og háttvirtur þingmaður nefndir hér á áðan þá eru þeir sem hafa séð um utan um hald þessara mála mörgum þingmönnum vel kunnir og hæg heimatökin að leita eftir þessum gögnum.“„Á ég að leita til Ásmundar“ Birgitta sagðist ekki skilja svar Sigmundar Davíðs. „Á ég þá að leita til háttvirts þingmanns Ásmundar Einars Daðasonar til að fá þessi gögn því hann hefur að hluta átt aðild að því að skapa ákveðinn misskilning um hverjir þvældust mest fyrir þessum slitastjórnum,“ sagði Birgitta. „Mig langar að biðja hæstvirtan ráðherra, fyrst hann hefur séð þessa skýrslu og hefur aðgengi að þeim, hvort það væri ekki lang einfaldast ef ráðuneytið myndi koma þessum skýrslum til viðeigandi nefnda á þinginu eða forsætisnefndar. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því?,“ spurði Birgitta.Liggur beinast við að höfundar afhendi skýrslurnar Sigmundur sagði að hann teldi eðlilegast og einfaldast í ljósi þess að einhverjir þeirra sem hafa skrifað þessar skýrslur hafa gefið sig fram að þeir séu sjálfir beðnir um að afhenda þær. „Það liggur beinast við að þeir afhendi skýrslurnar. Ef þeir eru ekki tilbúnir til þess af einhverjum sökum þá getum við reynt að leita annarra leið svo þingi geti fjallað um þessi mál.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur eðlilegast að þeir sem skrifuðu leyniskýrslurnar fyrir fulltrúa kröfuhafa verði beðnir um að afhenda þær. Þetta var svar ráðherrans við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, sem spurði Sigmund Davíð á Alþingi í dag hvort honum þætti tilefni til að afhenda leyniskýrslurnar sem hann vitnaði í á landsþingi Framsóknarmanna. Á landsþinginu sagðist Sigmundur Davíð hafa lesið þessar leynisýrslur og sagði fulltrúa kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um málefni kröfuhafa. Sagði hann einnig að í sumum tilfellum hefðu verið gerðar sálgreiningar á þessum aðilum svo kröfuhafarnir gætu áttað sig á því hvernig best sé að eiga við þá. Þá las Sigmundur upp tilvitnun um að Framsóknarflokkurinn gæfi ekki eftir íslenska hagsmuni. Síðar kom í ljós að þessi tilvitnun er úr fréttabréfi sem kröfuhafar fá reglulega frá Einari Karli Haraldssyni, almannatengli og ráðgjafa slitastjórnar Glitnis en umsöngin um Framsóknarflokkinn er úr pistli eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann og aðstoðarmann forsætisráðherra.Sjá einnig:Slitastjórnir og kröfuhafar kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Birgitta sagði ljóst að eitthvað af þessum upplýsingum væru úr fréttabréfi Einars Karls en fyrst Sigmundur Davíð hefði undir höndum margumræddar leyniskýrslur spurði hún hvort honum þætti tilefni til að afhenda þær þingnefndum svo fjalla megi um þær innan Alþingis.Sagði auðvelt að leita eftir þessum gögnum Sigmundur svaraði því að hann teldi æskilegt að þingnefnd og raunar sem flestir kynntu sér efni þessara skýrslna. „Þó að sumar þeirra séu kyrfilega merktar „Confidential“ þá held ég að þetta eigi erindi við þingmenn sem eru að meta þessi mál og við hvað er að fást,“ svaraði Sigmundur. Hann sagðist telja æskilegt að menn yrðu sér úti um þessi gögn. „Og það ætti ekki að vera mikið vandamál enda eins og háttvirtur þingmaður nefndir hér á áðan þá eru þeir sem hafa séð um utan um hald þessara mála mörgum þingmönnum vel kunnir og hæg heimatökin að leita eftir þessum gögnum.“„Á ég að leita til Ásmundar“ Birgitta sagðist ekki skilja svar Sigmundar Davíðs. „Á ég þá að leita til háttvirts þingmanns Ásmundar Einars Daðasonar til að fá þessi gögn því hann hefur að hluta átt aðild að því að skapa ákveðinn misskilning um hverjir þvældust mest fyrir þessum slitastjórnum,“ sagði Birgitta. „Mig langar að biðja hæstvirtan ráðherra, fyrst hann hefur séð þessa skýrslu og hefur aðgengi að þeim, hvort það væri ekki lang einfaldast ef ráðuneytið myndi koma þessum skýrslum til viðeigandi nefnda á þinginu eða forsætisnefndar. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því?,“ spurði Birgitta.Liggur beinast við að höfundar afhendi skýrslurnar Sigmundur sagði að hann teldi eðlilegast og einfaldast í ljósi þess að einhverjir þeirra sem hafa skrifað þessar skýrslur hafa gefið sig fram að þeir séu sjálfir beðnir um að afhenda þær. „Það liggur beinast við að þeir afhendi skýrslurnar. Ef þeir eru ekki tilbúnir til þess af einhverjum sökum þá getum við reynt að leita annarra leið svo þingi geti fjallað um þessi mál.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44