Segja manninn hafa glímt við alvarleg veikindi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 18:57 Maður og dóttir hans fundust látinn á hótelherbergi á Edition hótelinu í Reykjavík fyrir rúmlega viku. Móðirin var handtekin með stungusár. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem fannst látinn ásamt dóttur sinni á hótelherbergi á Edition hótelinu í Reykjavík var illa á sig kominn vegna alvarlegrar nýrnabilunar og hefði átt að vera reglulega í skilunarvél. Þetta fullyrðir fréttastofa RÚV en lögreglan hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið. Samkvæmt umfjöllun RÚV var maðurinn frá Nýju Kaledóníu, eyjaklasa í Suðvestur-Kyrrahafi sem tilheyrir Frakklandi. Konan er aftur á móti fædd í Frakklandi en foreldrar hennar eru frá Asíu. Þau áttu aðeins þessa einu dóttur, sem fannst látin ásamt föður sínum í herberginu. Bæði áttu þau systkini sem lögreglan hefur verið í samskiptum við. Eins og greint hefur verið frá er franska konan á sextugsaldri og er hún grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt um tvær vikur fyrir helgi og gildir til 4. júlí. Samkvæmt umfjöllun RÚV gisti fjölskyldan allar nætur ferðalagsins á Edition hótelinu, en fór í dagsferðir um landið og hegðaði sér þannig eins og hefðbundnir ferðamenn. Þau hafi komið hingað 7. júní og verið með tvö herbergi bókuð á hótelinu, og hafi átt að fljúga aftur til Dyflinnar morguninn sem maðurinn og dóttirin fundust látin, en eins og greint hefur verið frá bjó fjölskyldan í Dyflinni á Írlandi. Sagt er að fjölskyldan hafi verið efnuð, og hafi flutt frá Frakklandi til Dyflinnar árið 2017. Ekkert þeirra sé á hefðbundnum samfélagsmiðlum og því litlar upplýsingar um fólkið að finna á netinu. Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Þetta fullyrðir fréttastofa RÚV en lögreglan hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið. Samkvæmt umfjöllun RÚV var maðurinn frá Nýju Kaledóníu, eyjaklasa í Suðvestur-Kyrrahafi sem tilheyrir Frakklandi. Konan er aftur á móti fædd í Frakklandi en foreldrar hennar eru frá Asíu. Þau áttu aðeins þessa einu dóttur, sem fannst látin ásamt föður sínum í herberginu. Bæði áttu þau systkini sem lögreglan hefur verið í samskiptum við. Eins og greint hefur verið frá er franska konan á sextugsaldri og er hún grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt um tvær vikur fyrir helgi og gildir til 4. júlí. Samkvæmt umfjöllun RÚV gisti fjölskyldan allar nætur ferðalagsins á Edition hótelinu, en fór í dagsferðir um landið og hegðaði sér þannig eins og hefðbundnir ferðamenn. Þau hafi komið hingað 7. júní og verið með tvö herbergi bókuð á hótelinu, og hafi átt að fljúga aftur til Dyflinnar morguninn sem maðurinn og dóttirin fundust látin, en eins og greint hefur verið frá bjó fjölskyldan í Dyflinni á Írlandi. Sagt er að fjölskyldan hafi verið efnuð, og hafi flutt frá Frakklandi til Dyflinnar árið 2017. Ekkert þeirra sé á hefðbundnum samfélagsmiðlum og því litlar upplýsingar um fólkið að finna á netinu.
Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira