Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Árni Sæberg skrifar 24. júní 2025 14:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43
Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44
Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent