Vigdís segir Einar hafa farið offari Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 23:02 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að þingforseti hafi farið offari þegar hann bað eigendur American Bar í Austurstræti um að taka niður bandaríska fánanna sem blakti fyrir utan staðinn. „Ég er búinn að láta mig hafa það að labba inn á þingflokksskrifstofur Framsóknarflokksins í Moggahöllinni undir blaktandi Evrópufána og aldrei datt mér í hug að kvarta yfir því,“ sagði Vigdís um málið þegar hún var gestur í Íslandi í dag í kvöld.American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna.Sjá einnig: Bandaríski fáninn fjarlægður af American BarFáninn hangir enn uppi inni á staðnum.Facebook/American Bar„Er að gerðarleysið við Austurvöll orðið svona mikið að það þurfi að skipta sér af rekstri fyrirtækja? Ég meina, þetta er bara merki þessa staðar og þeir bara auglýsa sig og sína vöru. Mér finnst þetta svolítið langt seilst, bara út af atvinnufrelsi og svona,“ sagði hún. Vigdís lá ekki á skoðunum sínum á þessu máli og sagði: „Þetta er gengið of langt og ég bara lýsi því yfir að það er búið að fara offari í þessu máli.“ Fleiri þingmenn hafa lýst svipuðum skoðunum á málinu eftir að sagt var frá því í fréttum. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, spurði á Facebook-síðu sinni nú í kvöld hvort við værum ekki orðin full viðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað væri að angra okkur. „Það er ekki eins og maður fyllist bandarískri þjóðerniskennd sönglandi bandaríska þjóðsönginn. Er þetta merki um að menn hvíli ekki nægjanlega vel í Íslendingnum í sér?“ spurði þingkonan.Erum við ekki orðin fullviðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað er farinn að angra okkur? Það er ekki eins og...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Friday, April 17, 2015Forseti Alþingis sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann hefði gengið í málið eftir athugasemdir nokkurra þingmanna. „Það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis,“ sagði Einar. „Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömuleiðis brugðust mjög vel við þessu,“ bætti hann svo við. Alþingi Tengdar fréttir Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að þingforseti hafi farið offari þegar hann bað eigendur American Bar í Austurstræti um að taka niður bandaríska fánanna sem blakti fyrir utan staðinn. „Ég er búinn að láta mig hafa það að labba inn á þingflokksskrifstofur Framsóknarflokksins í Moggahöllinni undir blaktandi Evrópufána og aldrei datt mér í hug að kvarta yfir því,“ sagði Vigdís um málið þegar hún var gestur í Íslandi í dag í kvöld.American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna.Sjá einnig: Bandaríski fáninn fjarlægður af American BarFáninn hangir enn uppi inni á staðnum.Facebook/American Bar„Er að gerðarleysið við Austurvöll orðið svona mikið að það þurfi að skipta sér af rekstri fyrirtækja? Ég meina, þetta er bara merki þessa staðar og þeir bara auglýsa sig og sína vöru. Mér finnst þetta svolítið langt seilst, bara út af atvinnufrelsi og svona,“ sagði hún. Vigdís lá ekki á skoðunum sínum á þessu máli og sagði: „Þetta er gengið of langt og ég bara lýsi því yfir að það er búið að fara offari í þessu máli.“ Fleiri þingmenn hafa lýst svipuðum skoðunum á málinu eftir að sagt var frá því í fréttum. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, spurði á Facebook-síðu sinni nú í kvöld hvort við værum ekki orðin full viðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað væri að angra okkur. „Það er ekki eins og maður fyllist bandarískri þjóðerniskennd sönglandi bandaríska þjóðsönginn. Er þetta merki um að menn hvíli ekki nægjanlega vel í Íslendingnum í sér?“ spurði þingkonan.Erum við ekki orðin fullviðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað er farinn að angra okkur? Það er ekki eins og...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Friday, April 17, 2015Forseti Alþingis sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann hefði gengið í málið eftir athugasemdir nokkurra þingmanna. „Það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis,“ sagði Einar. „Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömuleiðis brugðust mjög vel við þessu,“ bætti hann svo við.
Alþingi Tengdar fréttir Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15