Telja það ábyrgt að sitja hjá Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2015 18:30 Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira