Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2015 13:39 Það stefnir í að þingmannagleðin verði fremur misheppnuð í kvöld. Í kvöld stendur til að halda hefðbundna þingveislu á Hótel Sögu, Súlnasal, en Stundin greindi frá þessu í gær. Vísir skoðaði málið. Það er forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem býður til veislunnar. Öllum þingmönnum, mökum og varamönnum sem tekið hafa sæti á þessu þingi er boðið. Gleðskapurinn hefst klukkan 19:30. Meinið er bara að þingmenn eru fæstir í veisluskapi. Oft hafa menn tekist á Alþingi, en þingmenn verið ágætir vinir utan dagskrár. En, eftir fréttir gærdagsins, að Gunnar Bragi Sveinsson hafi tilkynnt einhliða, án samráðs við Alþingi, að aðildarviðræðum við ESB væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar og þar með Íslands. Margir þingmenn, og allir í stjórnarandstöðunni, líta á þetta sem atlögu að þingræðinu. Píratar ætla ekki að mæta. „Við upplifum algjöran trúnaðarbrest við forseta þingsins og í þokkabót er maður varla í stuði til að fagna með þinginu miðað við atburði gærdagsins,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann veit ekki hver staðan er innan annarra þingflokka. „Ég þori ekki að fullyrða neitt fyrir þeirra hönd, en það kæmi mér stórlega á óvart ef einn einasti stjórnarandstöðumaður mætti. Reyndar gæti ég trúað því að mæting stjórnarliða verði óvenju dræm líka.” Helgi Hrafn á kollgátuna, samkvæmt Nútímanum ætla þingmenn minnihlutaflokkanna, Pírata, Bjartrar framtíðar, VG og Samfylkingarinnar ætla að sniðganga þingveisluFramsóknarmenn eru glaðir, sumir Sjálfstæðismenn en stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta.Heiðursgestur er forseti Íslands, spariklæðnaður er áskilinn og í boði til þingmanna segir: „Að vanda verður mælendaskrá opnuð eftir að sest verður til borðs, en einungis má ávarpa samkomuna í bundnu máli og eftir ævafornum bragarreglum, með höfuðstöfum og stuðlum.“ Vísi er ekki kunnugt um hvort hagyrðingar eru margir sem nú sitja á þingi, en húsið verður opnað kl. 19.30. Fordrykkur verður borinn fram undir léttri músík. „Gengið verður til borðs um kl. 20.15. Skemmtiatriði verða söngur og gamanmál. Er borð verða upp tekin verður stiginn dans. Með málsverði eru borin fram borðvín, kaffi og koníak á eftir. Eftir matinn verður barinn opnaður þar sem hver og einn borgar fyrir sig.“ Ekki segir meira til um gleðskapinn, hvorki fylgir matseðill né tíundað hver skemmtiatriðin verði. Hver alþingismaður sem þekkist boðið greiðir 5000 krónur og verður það gjald tekið af launareikningi hans við næstu útborgun. Það stefnir sem sagt í að fámennt verði; stjórnarliðarnir með forseta Íslands. Þeir sem fagna helst aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru Framsóknarmenn, því málið er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins; en helstu foringjar Framsóknarmanna eru reyndar staddir í útlöndum síðast þegar spurðist: Gunnar Bragi í Eistlandi og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að fagna fertugsafmæli sínu í útlöndum. Í glænýrri Facebook-færslu Össurar Skarphéðinssonar meðfylgjandi, þingmanns og fyrrverandi utanríkisráðherra, má glögglega sjá hug þingmanna til ríkisstjórnarinnar - hann er þungur.Innlegg frá Össur Skarphéðinsson. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Í kvöld stendur til að halda hefðbundna þingveislu á Hótel Sögu, Súlnasal, en Stundin greindi frá þessu í gær. Vísir skoðaði málið. Það er forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem býður til veislunnar. Öllum þingmönnum, mökum og varamönnum sem tekið hafa sæti á þessu þingi er boðið. Gleðskapurinn hefst klukkan 19:30. Meinið er bara að þingmenn eru fæstir í veisluskapi. Oft hafa menn tekist á Alþingi, en þingmenn verið ágætir vinir utan dagskrár. En, eftir fréttir gærdagsins, að Gunnar Bragi Sveinsson hafi tilkynnt einhliða, án samráðs við Alþingi, að aðildarviðræðum við ESB væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar og þar með Íslands. Margir þingmenn, og allir í stjórnarandstöðunni, líta á þetta sem atlögu að þingræðinu. Píratar ætla ekki að mæta. „Við upplifum algjöran trúnaðarbrest við forseta þingsins og í þokkabót er maður varla í stuði til að fagna með þinginu miðað við atburði gærdagsins,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann veit ekki hver staðan er innan annarra þingflokka. „Ég þori ekki að fullyrða neitt fyrir þeirra hönd, en það kæmi mér stórlega á óvart ef einn einasti stjórnarandstöðumaður mætti. Reyndar gæti ég trúað því að mæting stjórnarliða verði óvenju dræm líka.” Helgi Hrafn á kollgátuna, samkvæmt Nútímanum ætla þingmenn minnihlutaflokkanna, Pírata, Bjartrar framtíðar, VG og Samfylkingarinnar ætla að sniðganga þingveisluFramsóknarmenn eru glaðir, sumir Sjálfstæðismenn en stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta.Heiðursgestur er forseti Íslands, spariklæðnaður er áskilinn og í boði til þingmanna segir: „Að vanda verður mælendaskrá opnuð eftir að sest verður til borðs, en einungis má ávarpa samkomuna í bundnu máli og eftir ævafornum bragarreglum, með höfuðstöfum og stuðlum.“ Vísi er ekki kunnugt um hvort hagyrðingar eru margir sem nú sitja á þingi, en húsið verður opnað kl. 19.30. Fordrykkur verður borinn fram undir léttri músík. „Gengið verður til borðs um kl. 20.15. Skemmtiatriði verða söngur og gamanmál. Er borð verða upp tekin verður stiginn dans. Með málsverði eru borin fram borðvín, kaffi og koníak á eftir. Eftir matinn verður barinn opnaður þar sem hver og einn borgar fyrir sig.“ Ekki segir meira til um gleðskapinn, hvorki fylgir matseðill né tíundað hver skemmtiatriðin verði. Hver alþingismaður sem þekkist boðið greiðir 5000 krónur og verður það gjald tekið af launareikningi hans við næstu útborgun. Það stefnir sem sagt í að fámennt verði; stjórnarliðarnir með forseta Íslands. Þeir sem fagna helst aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru Framsóknarmenn, því málið er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins; en helstu foringjar Framsóknarmanna eru reyndar staddir í útlöndum síðast þegar spurðist: Gunnar Bragi í Eistlandi og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að fagna fertugsafmæli sínu í útlöndum. Í glænýrri Facebook-færslu Össurar Skarphéðinssonar meðfylgjandi, þingmanns og fyrrverandi utanríkisráðherra, má glögglega sjá hug þingmanna til ríkisstjórnarinnar - hann er þungur.Innlegg frá Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira