Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 23:50 Oscar og Sonja, fósturmóðir hans, sem berst nú fyrir því að hann fái dvalarleyfi. Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur
Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira