Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 09:16 Breki og Katrín segja Ingu ekki hafa verið heima en maðurinn hennar tók við fötunni. Samsett Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum. Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
„Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum.
Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira